Um 55 manns tóku þátt í Viðeyjarsundi á vegum Sjósundsfélagi Landsbanka Íslands. Mikið af fólki kom og fylgdis með og sundið fékk talsverða fjölmiðlaumfjöllun:
RUV
Stöð 2 Fyrri
Stöð2 Seinni
Hermann og fleiri fyrir hönd Sjósundfélag Landsbankans eiga hrós skilið fyrir frábæra skipulagningu.
þriðjudagur, 28. ágúst 2007
Íslandsmet í hópsundi til Viðeyjar
mánudagur, 27. ágúst 2007
Heimsmet í Ermasundi !
Á Föstudaginn setti Búlgarski sundkappi Petar Stoychev ótrúlegt heimsmet í Ermasundi en hann fór sirka 37 km sundleið á 6 klst 57 mín 50 sek ! Hann bætti fyrra metið um 6 mínutur en þjóðverin Christof átti það. Petar er því fyrsti maðurinn til að brjóta 7 tíma múrinn. Samkvæmt upplýsingu frá skipstjóra hans fékk hann tiltölulega gott veður og það var frekar lágstreymt.
Til gamans má geta að Benedikt Hjartar var 13 klst þegar hann átti 2,5 mílur eftir í Frakklandströndina.

fimmtudagur, 23. ágúst 2007
Synt yfir Skerjafjörðinn
Í gær (23. ágúst) syntu Heimir örn, Benedikt Hjartar og Hálfdán yfir Skerjafjörðinn. Sundleiðin er um 2000 metrar frá Skeljanesi Rvk. hjá gömlu Olís stöðvunum, að Áltanesinu, rétt fyrir ofan bæinn Jörvar yst á Álftanesinu. Sundið gekk vel að mestu. Lagt var á stað kl 17:40 með öldunar í fangið. Fyrstu 20 mín tóku þeir ekki alveg réttu stefnuna þannig að straumar báru þá innar í fjörðinn. Því varð sundleiðin aðeins lengri en áætlað var. Þegar nær dróg áfangastað hvessti og útstreymið og aldan jókst talsvert. Þeir félagara kláruðu sundið um kl 18:20 og voru sirka 40 mín á sundi. Búast má við að þeir hafi synnt 2100 - 2250 metra.
miðvikudagur, 22. ágúst 2007
Sjósundmenn frægir í USA
Í byrjun október á seinasta ári skellti úrvalshópur sjósundmanna sér í Jökulsáarlónið. Tilefnið var upptaka á auglýsingu fyrir Ofnæmislyfið Clarityn D. Þarna fékk hópurinn einstakt tækifæri á að baða sér allt upp 13 sinnum í lóninu, mest í 5 mín í einu í 0,5 gráðu heitu vatni ! Heilmikið tökulið frá USA og Íslandi var á staðnum og var allan daginn að taka upp. Auglýsingin fékk mikla dreifingu um norður Ameríku. Eflaust telja flestir sem sjá hana að hún sé tekinn upp í stóru keri með gervi ísjökum :)
Hér má síðan sjá afraksturinn af þessu. Nokkrir þekkjast bara nokkuð vel... http://www.youtube.com/watch?v=32YjhaGwhyU
Og svo myndir ... http://heimurheimis.spaces.live.com/photos/cns!BA5EE7E162F238FF!416/
þriðjudagur, 21. ágúst 2007
Synt út í Viðey á mánudaginn
Mánudaginn 27. ágúst mun sjósundfélag Landsbankans standa fyrir hópsundi út í Viðey. Sundið hefst kl 18:00 og eru allir iðkendur sjóbaða og sjósunds hvattir til að mæta. Meira um þetta á www.sjosund.com
Nokkur góð ráð fyrir sundið:
- Gott er að drekka sterkan íþróttadrykk (sérblandaður) 2 til 3 tímum fyrir sund. Kemur í veg fyrir kólnun.
- Synda alltaf minnst tveir saman (það er nóg af fólki þarna til að synda með). Tala reglulega saman á leiðinni.
- Ef eitthvað kemur fyrir þá er röddin það fyrsta sem klikkar og félagarnir geta bent hjálparbátnum á að þeir þurfi aðstoð. Höfum gaman saman.
þriðjudagur, 14. ágúst 2007
Heimir synti heim !
Í vor festi Heimir Örn kaup á íbúð í Sjálandshverfinu í Garðabæ. Ekki leið langur tími þar til Heimir fékk hugmynd um að synda heim til sín. Það varð að veruleika í gær (16.08.2007) en Heimir synti ásamt Ermasunds félögu sínum, Stefáni Karli þjálfara og Ermasundsgarpinum Benedikti Hjartarsyni, frá Nauthólsvík inn í Sjálandshverfið í Garðabænum sem er 3,9 Km.
Áætlun okkar var að synda meðfram Fossvogsströndinni R.v.k. megin og beygja rétt út fyrir flugbraut inn að Kársnesi til að ná aðfalls straumnum inn á Arnarnesvoginu og koma síðan í land inn í tilbúnu víkina í Sjálandshverfinu í Garðabænum. Einnig ætluðum við að láta Benedikt byrja 10 mín á undan Heimi og Stefáni og synda hann síðan uppi við Kársnesið. Bátur frá björgunarsveit Kópavogs átti síðan að fylgja okkur að Benedikti.





Stefán og Heimir bera saman bækur sínar eftir sundið:


Sjá má fleiri myndir á heimasíðu Heimis og myndir eru væntanlegar á heimska.com
föstudagur, 3. ágúst 2007
Æfingartímar
Í sumar höfum við haft fastan tíma í Nautholtsvíkinni á miðvikudögum og föstudögum kl 18:00. Fullt af nýju og efnilegu fólki hefur komið og stundar sjósundið af miklum dugnaði og áhuga. Við mælum eindregið með að núverandi iðkendur dragi með sér nýtt fólk og kynni því fyrir sjósundinu. Mikilvægt að við hjálpum nýliðum við að komast yfir erfiðasta hjallann og leiðbeinum því.
Og að lokum, aldrei að fara einn í sjóinn. Höfum gaman og syndum saman :)
Ermasund 2008 ??
Eins og flestir áhugamenn um sjósund vita, reyndi Benedikt Hjartarson við Ermasundið í byrjun júlí þessa árs. Á síðunni http:\\ermasund.blogspot.com má sjá allt um það.
Benedikt hefur fengið ótal margar áskoranir við að klára hálfnað verk og þessa dagana er hann og nokkrir vaskir menn að skoða ýmsa möguleika með það :)
fimmtudagur, 2. ágúst 2007
Íslandsmet í sjósundi á Viðeyjarsundi
Á fjórða tug karla og kvenna tók þátt í sundinu í gær og var það meira en Benedikt vænti, en hann hafði óttast, að veðrið drægi kjarkinn úr mörgum. Mikil stemning myndaðist á sundinu og þótt getustig hópsins spannaði allan skalann var reynt að halda hópinn og hjálpast að.
