Í dag (föstudagur) verður synt Skarfaklettsviðeyjarsund. Sundið hefst kl 17:00 við skarfaklett og eru allir iðkendur sjóbaða og sjósunds hvattir til að mæta. Sundið er um 1900m fram og til baka.
Nokkur Góð ráð:
Gott er að drekka sterkan íþróttadrykk (sérblandaður) 2 til 3 tímum fyrir sund. Kemur í veg fyrir kólnun.
Synda alltaf minnst tveir saman (það er nóg af fólki þarna til að synda með). Tala reglulega saman á leiðinni.
Ef eitthvað kemur fyrir þá er röddin það fyrsta sem klikkar og félagarnir geta bent hjálparbátnum á að þeir þurfi aðstoð.
Synda alltaf minnst tveir saman (það er nóg af fólki þarna til að synda með). Tala reglulega saman á leiðinni.
Ef eitthvað kemur fyrir þá er röddin það fyrsta sem klikkar og félagarnir geta bent hjálparbátnum á að þeir þurfi aðstoð.
Höfum gaman saman.
1 ummæli:
Skrifa ummæli