Hitastig sjávar hækkar stöðugt og veðrið leikur við okkur þessa dagana. Mánudaginn 8. júní hófst heilmikil bátastarfsemi í siglingaklúbbnum Siglunesi í Nauthólsvík og að því tilefni er rétt að árétta opnunartíman þar. Mánudaga, þriðjudaga og föstudaga kl. 9 - 17, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 9 - 19. Mjög varasamt er að vera í sjó þegar bátaumferð er á svæðinu og er mikilvægt að sjósundfólk gefi greinilega til kynna af veru sinni í sjó. Það er hægt með því að kalla, veifa og síðast en ekki síst að vera með áberandi rauða eða appelsínugula sundhettu.
miðvikudagur, 10. júní 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli