Miðvikudaginn 25. mars var nýrri bauju komið fyrir úti á sjó nokkuð nálægt landi fyrir áhugafólk um sjósund. Baujan er sérstök fyrir þær sakir að á henni er lúður og hvetjum við þá sem eiga leið um baujuna að flauta með lúðrinum. Starfsfólk Ylstrandar vill engu að síður taka það fram að það er ekki hættulaust að fara svo langt frá landi á flóði (á ekki við um fjöru) og mælumst við til þess að aðeins reyndari sundmenn fari út fyrir nýju baujuna.
föstudagur, 27. mars 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli