Vegna aukinnar eftirspurnar og mikillar þátttöku í sjósundi hefur Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur ákveðið að auka vetraropnun á Ylströndinni. Föstudaginn 27. febrúar verður opið kl. 11.00-13.00 og verður sú opnun áfram á föstudögum fram á sumar.
Áfram verður opið á mánudögum kl. 17.00-19.00 og á miðvikudögum kl. 11.00-13.00 og kl. 17.00-19.00.
fimmtudagur, 26. febrúar 2009
Aukin vetraropnun á Ylströndinni
Birt af Heimir kl. 17:10
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli