mánudagur, 28. september 2009

Nautholsvik.is og allir að kaupa kaffikort !

Starfsmenn Nauthólsvíkar halda úti flottri heimasíðu, nautholsvik.is. Þar eru helstu fréttir og fl.

Þar sem aukning í sjósundi hefur verið gríðarlega og margir fastagestir í Nauthólsvík í hverri opnun munum við bjóða uppá tvær nýjungar veturinn 2009 - 2010. Hægt er að kaupa kaffikort á 1000 kr. sem inniheldur 15 kaffibolla og fría áfyllingu. Jafnframt bjóðum við gestum uppá að kaupa kort á 2000 kr. sem veitir ótakmarkaðan aðgang að munageymslu í afgreiðslu Ylstrandar til loka árs 2009.  Mælum eindregið með því að fólk kaup sér kort til að tryggja opnunartímann enn frekar í sessi.

fimmtudagur, 10. september 2009

Myndir úr Skarfakletts-Viðeyjarsund

Myndir úr fjölmennasta hópsjósundi íslandsögunar þann 21. ágúst á vef Jóns Svavarssonar. http://motivmedia.123.is/album/Default.aspx?aid=158635

Viðeyjarsund lögreglumanna og fréttir af Emarsundinu á ermarsund.com

Seinustu helgi syntu þrír lögreglumenn formlegt Viðeyjarsund þ.a.s. frá Viðeyjarbryggu og inn í RVK höfn.  Þeir voru sirka 2 klst og 16 mín í köldum sjónum og voru því orðnir talsvert kaldir í lokinn en einn þurfti að fara með sjúkrabíl.  Fjórir lögðu á stað en þrír kláruðu.  Þeir þrí sem kláruðu heita Jón Kristinn Þórsson, Arnþór Davíðsson og Sigfús Benóný Harðarson.

Sjósundgarpar úr Sundfélag Hafnarfjarðar bíða nú eftir góðu veðri til að heyja baráttuna við Ermarsundið.  Fréttir af því eru á http://www.ermarsund.com/

miðvikudagur, 2. september 2009

Vetraropnun Ylstrandarinnar

Mánudaginn 31. ágúst var síðasti dagur sumaropnunar og hefst vetraropnun miðvikudaginn 2. september. Opið verður á mánudögum kl. 17 - 19, miðvikudögum kl. 11 - 13 og kl. 17 - 19 og á föstudögum kl. 11 - 13. Áfram er frítt í búningsaðstöðu, sturtur og heitan pott.


Sjáumst hress í vetur, starfsfólk Nauthólsvík

þriðjudagur, 1. september 2009