þriðjudagur, 12. janúar 2010

Sjósundsfólk Íslands og Sjósund.is hafa sameinað krafta sína


Ákveðið hefur verið að sameina krafta þeirra sem standa á bak þessa síðu, sjosund.blogspot.com og nýju heimasíðu Sjósundfélag Reykjavíkur, http://www.sjosund.is/. Þessi síða verður áfram til enda orðin vitnisburður nærri því 4 ára sögu sjósunds á Íslandi.  Hinsvegar verða allar nýjar fréttir tengdar sjósund settar á sjosund.is

laugardagur, 2. janúar 2010

Sjósund og sjóbaðsfélag Reykjavíkur stofnað

Eftir fjölmennt nýarssund í gær var stofnfundur Sjósund og sjóbaðsfélag Reykjavíkur.  Tókst einstaklega vel Jákvæðni og almenn ánægja er með stofnun félagsins.  Sjá meira hér 

mánudagur, 28. september 2009

Nautholsvik.is og allir að kaupa kaffikort !

Starfsmenn Nauthólsvíkar halda úti flottri heimasíðu, nautholsvik.is. Þar eru helstu fréttir og fl.

Þar sem aukning í sjósundi hefur verið gríðarlega og margir fastagestir í Nauthólsvík í hverri opnun munum við bjóða uppá tvær nýjungar veturinn 2009 - 2010. Hægt er að kaupa kaffikort á 1000 kr. sem inniheldur 15 kaffibolla og fría áfyllingu. Jafnframt bjóðum við gestum uppá að kaupa kort á 2000 kr. sem veitir ótakmarkaðan aðgang að munageymslu í afgreiðslu Ylstrandar til loka árs 2009.  Mælum eindregið með því að fólk kaup sér kort til að tryggja opnunartímann enn frekar í sessi.

fimmtudagur, 10. september 2009

Myndir úr Skarfakletts-Viðeyjarsund

Myndir úr fjölmennasta hópsjósundi íslandsögunar þann 21. ágúst á vef Jóns Svavarssonar. http://motivmedia.123.is/album/Default.aspx?aid=158635

Viðeyjarsund lögreglumanna og fréttir af Emarsundinu á ermarsund.com

Seinustu helgi syntu þrír lögreglumenn formlegt Viðeyjarsund þ.a.s. frá Viðeyjarbryggu og inn í RVK höfn.  Þeir voru sirka 2 klst og 16 mín í köldum sjónum og voru því orðnir talsvert kaldir í lokinn en einn þurfti að fara með sjúkrabíl.  Fjórir lögðu á stað en þrír kláruðu.  Þeir þrí sem kláruðu heita Jón Kristinn Þórsson, Arnþór Davíðsson og Sigfús Benóný Harðarson.

Sjósundgarpar úr Sundfélag Hafnarfjarðar bíða nú eftir góðu veðri til að heyja baráttuna við Ermarsundið.  Fréttir af því eru á http://www.ermarsund.com/

miðvikudagur, 2. september 2009

Vetraropnun Ylstrandarinnar

Mánudaginn 31. ágúst var síðasti dagur sumaropnunar og hefst vetraropnun miðvikudaginn 2. september. Opið verður á mánudögum kl. 17 - 19, miðvikudögum kl. 11 - 13 og kl. 17 - 19 og á föstudögum kl. 11 - 13. Áfram er frítt í búningsaðstöðu, sturtur og heitan pott.


Sjáumst hress í vetur, starfsfólk Nauthólsvík

þriðjudagur, 1. september 2009

mánudagur, 24. ágúst 2009

Ný síða hjá Ylströndinni

Ylströndin og siglingaklúbburinn Siglunes hafa opnað heimasíðu og er vefslóðin http://www.nautholsvik.is/ þar eru ýmsar gagnlegar upplýsingar frá báðum starfsstöðum. Á heimasíðunni má finna myndir úr starfi okkar, helstu fréttir, upplýsingar um opnunartíma o.fl. Þar á meðal eru myndir frá Skarfakletts-Viðeyjarsundinu 21.ágúst. Stefnt er það því að koma upp veðurupplýsingum sem segja til um hitastig sjávar og lofthita í Nauthólsvík. Jafnframt munu flóðatölur verða birtar með þeim hætti að vikulega uppfærist skrá fyrir næst sjö daga.

sunnudagur, 23. ágúst 2009

Ermarsund.com !

Sjá meira á http://www.ermarsund.com/

föstudagur, 21. ágúst 2009

Fjölmennasta hópsjósund Íslandsögunar !

Í dag 21.08.2009 kl 17:20 lögðu 164 sjósundgarpar (af 180 skráðum) á stað frá Skarfakletti og syntu 910m leið út í Viðey en 47 sneru við og syntu til baka í 11° heitum sjónum. Þetta var fjölmennasta hópsjósund Íslandsögunar !

Fyrra metið var sett í Lyfjuhópsundi þann 10.08.2009. Einnig var fjöldametið þrefaldað í Skarfakletts-Viðeyjarsundi en þann 28. ágúst 2007 syntu 55 manns þetta sama sund. Ermarsundgarpar í samvinnu við ÍTR , Sjósundnefnd SSI og aðrar velunnar héldu utan um hópsjósundi og tókst skipulagning mjög vel og er hópsjósund sem þessi kominn til að vera.

Um morguninn var stíf norðan átt,8-10 m/s og ekki leit vel út fyrir hópsjósund. Veðrið batnaði eftir því sem leið á daginn og þegar lagt var á stað var 2 -3 m/s, heiðskýrt og um 12° hiti. Það var stórstreymt og þegar hópurinn var kominn út fyrir varnargarð synti hann inn í aðfallstraum sem bar hópinn til austurs. Fylgdarbátar brugðist við því og fylgdu fólkinu örugglega að Viðeyjarbryggju.

Heimir Örn, aðalskipuleggjari sundsins, fór yfir öryggismálin og fleira í byrjun sundsins og stjórnaði því síðan með dyggri aðstoð frá ITR og öðrum Ermarsundgörpum. ITR Siglingaklúbburinn Siglunes var með fjóra fylgdarbáta til að tryggja öryggi sundsins en 5 manns þáðu aðstoð þeirra og á leiðinni og létu draga sig upp úr. Einnig komu 5 tindar menn með einn auka bát og hjálpuðu til. Bæði óvanir og vanir sjósundgarpar syntu en Ermarsundgarpar ásamt öðrum vonum görpum syntu með og höfðu auga með hópnum.

Yngstu sjósundgarparnir voru 15 ára en sá elsti var 73 ára, Haukur Bergsteinsson. Þrátt fyrir aðfallsstraum kláraði hann sundið með miklum sóma og stóð sigurreifur á viðeyjarbryggjunni. Líklega er hann lang elsti sjósundmaðurinn til að synda út í Viðey.

Tilefnið sundsins var að fagna gríðarlegri aukningu ástundun sjósunds, sjósundafrekum sumarsins, 5 Eyjasund, Hríseyjar,Viðeyjar og Drangeyjarsundum og síðan ekki síst að kveðja Ermarsundgarpana sem senn leggja á stað í Ermarsundið.

Ermarsundgarparnir eru hópur reyndra sjósundmanna og kvenna, 6 manna boðsundsveit sem ætlar sér að synda Ermarsund, báðar leiðir eða um 90 km sund. Sjá meira á Ermarsund.com

Eftir sundið þáðu garparnir Kakó og með því. Því næst var farið í heitu pottana í Nauthólsvíkinni. Þar var hópsjósundi gert upp á meðan garparnir fengu sér grillaðar pulsur og þáðu viðurkenningarskjöl. Þeir sem komust ekki niðri Nauthólsvík geta nálgast viðurkenningarskjölin í afgreiðslu Ylstrandarinnar.

Hópsjósundið gekk áfallalaust fyrir sig og því má þakka góðri samvinnu við þá Árna,Óttar og Ísleif hjá ITR Siglunesi. Skipuleggendur vilja þakka sjósundgörpunum fyrir framúrskarandi þáttökuna,starfsmönnum Heklu fyrir aðstoðu í sendbílnum,Securitas,Lyfju og síðast ekki síst ÍTR Siglunesi og 5 tinda mönnum fyrir frábæra bátafylgd.

Von er á myndum og takið vel eftir mogganum á morgum (Laugardagur 22.08.2009).