Á sunnudaginn 29. júlí stefnir sjósundlandslið Íslands og Benedikt Hjartarsson á að synda til Akranesar og til baka aftur ef veður og sjólag leyfir. Sundið er liður í undirbúningi fyrir Ermasund 2008
Áætluð brottför er kl 11:00 frá Gróttu og hægt verður að fylgjast með sundinu í beinni á http://ermasund.blogspot.com/. Í sundinu verður Nokia N95 sími frá Hátækni prufaður. Með honum verður vonandi hægt að uppfæra síðuna með texta og myndum. Einnig verður GPS staðsetning sundsins sýnd á myndrænan frá nýju nethugbúnaði frá Nokia -> Nokia Sports Tracker.
Boðsundsveitin skipa 7 manns og hver sundmaður mun synda í 30 mín. Áætlaður sundtími til Akranesar er um 4 -5 klst.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli