Hvít frissandi sjórinn vætti í mönnum
Bátur frá Björgunarsveit Kópavogs sigldi með okkur út að Engey og Heimir og Dáni hófu sundið á því að snerta eynna áður en lagt var á stað. Fyrstu 1000m voru erfiðir sökum mikilla hliðaröldu og Heimir gerði þau mistök að synda of mikið upp í hana. Þar af leiðandi lennti hann mun innar, í áttina að Örfyrisey.
Barist við hliðarölduna
Heimir slakaði aðeins á eftir báráttuna við hliðarölduna en þegar hann sá hafnarminnið í Rvk tók hann góðan endasprett að gestahöfninni við Sægreifann í RVK. Dáni kom síðan sirka 200m á eftir Heimi.
Heimir kíkir upp fyrir myndatöku
Eins og sést á myndum þá synti Heimir í Blueseventy point Zero swimskin galla sem er löglegur sjósundgalli (Open Water - non-wetsuit legal swims)og inniheldur ekki hitaeinangri efni. Alveg hreint út sagt frábær swimskin galli. Heimir mælir eindregið með honum fyrir keppnismenn í sjónum.
Heimir að loknum sundi í Point Zero non-wetsuit legal swims sundgallanum sínum
Leiðinn var sirka 2400m og Heimir fór hana á 37,10 mín sem er sæmilegur og kannski eðlilegur tími miðað við aðstæður. Líklega er þetta besti tími sem Íslendingur hefur synt í Engeyjarsundi ! Erfitt var að átta sig á RVK höfn enda í fyrsta skiptið sem Heimir og Dáni syntu þessa leið. Einnig var nýting takana ekki nægilega góð hjá Heimi þ.a.s spólaði og fann ekki takið nógu vel. Þetta fer í reynslubankann fyrir komandi sund í sumar.
Heimir og Hálfdán ánægðir eftir stuttan en hressandi sprett í sjónum
Við viljum þakka Björgunarsveit Kópavogs fyrir frábæra bátafylgd. Einnig vill Heimir þakka Kristni fyrir góða ráðgjöf, Benna og Birnu fyrir hvatninguna og síðan ekki síst Dána fyrir bregðast aldrei sem sundfélaga í sjónum. Fleiri myndir hér
Engin ummæli:
Skrifa ummæli