mánudagur, 11. ágúst 2008

1 km braut í Nauthólsvík

Klikkið á mynd til að stækka

Um daginn lagði Ísleifur og fleiri starfsmenn Nauthólsvíkinar 1 km braut merkta með baujum sem fjárfest var í fyrir sjósundið. Í kjölfarið var brautin stillt til eftir GPS mælingum. Brautin liggur frá Brautarenda að miðbauju(veðurbauju) og inn að bauju í fossvoginum meðfram strönd nauthólsvíkinnar. Frá miðbaugju að flugbrautarenda (500m ) er brautinn vel merkt með baujum og eru sjósundmenn kvattir til að nota brautina þegar mikið er um bátaumferð í víkinni.

Hér fyrir ofan er sýnd mynd af braut og svokölluðum bauju hring. Hann er 2821 m langur:
Veðurbauju - brautarendi = 502 m
brautarendi - ITR bauja Kársnes = 223 m
ITR bauja Kársnes - ITR bauja miðlína = 695 m
ITR bauja miðlína - ITR bauja = 610 m
ITR bauja - bauja = 290 m
Bauja - veðurbauju = 501 m

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þetta er stórkostlegt

Nafnlaus sagði...

Alger snilld Heimir:-)))
Einn spurning, hvað er langt á milli miðjubaujanna, þ.e. ef maður vildi nú taka bara hálfan hring?
ÁJ