Birna Jóhanna Ólafsdóttir sjósunddrottning Íslands, var kjörin íþróttamaður ársins 2008 á Álftanesi.
Birna varð fjórfaldur Norðurlandameistari í sundi í sínum aldursflokki, 45 -49 ára. Hún setti Íslandsmet í 200 m. bringusundi á Norðurlandamótinu.
Birna er ein allra fremsta sjósundkona Íslands. Hún hefur stundað sjósundið að miklum móð seinustu 4 árin og hefur ávalt verið í framarbroddi þeirra kvenna sem stunda sjósund hér á kalda klakanum. Hún var eina konan í boðsundsveit Íslands sem ætlaði að synda yfir Ermasund, liðið þurfti þó frá að hverfa vegna óveðurs.
Við óskum Birnu hjartanlega til hamingju með kjörið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli