Framundan er sjósund á vetrarhátíð Reykjavíkur en það mun fara fram föstudaginn 13. febrúar kl. 18:00. Þema vetrarhátíðar er vatn og ljós sem starfsfólk Ylstrandar ætla að undirbúa. Stefnt er að hafa "glit í myrkri" sem fest verða við sundhettur eða húfur og ætla starfsmenn að vera með bál á tveimur til þremur stöðum þar sem sundið fer fram. Benni Hjartar mun leiða hópin í sjóinn. Aðstaða Ylstrandar verður opin kl. 17 - 19 og verður boðið uppá kaffi í tilefni vetrarhátíðar.
þriðjudagur, 3. febrúar 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Er ekki búið að breyta tímanum á sundinu ?
Verður maður helst að fá sér sundhettu í sjósundið?
Skrifa ummæli