Talsverð umfjöllun hefur verið um sjósund þessa dagana.
Á morgun, 13. feb, mun morgunútvarp rásar 2 kl. 7:15 fjalla um sjósund. Einnig var skemmtileg mynd og umfjöllun á forsíðu Fréttablaðsins í morgun (fimmtudaginn 12. febrúar), DV fjallaði um sjósund í gær (miðvikudaginn 11. febrúar). Það er sem sagt allt að gerast :)
Við viljum minna "Sjóljósahátíð" (Sjósund og ljósagleði) í Nauthólsvík föstudaginn 13. febrúar sem Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur og Höfuðborgarstofa ætlar standa fyrir í tilefni Vetrarhátíðar . Opið verður í þjónustuhús Ylstrandar kl. 17 – 20 þar sem gestum gefst tækifæri á að nýta sér búningsaðstöðu, heitan pott og svo mun Höfuðborgarstofa bjóða gestum uppá heitt kaffi.
Benedikt Hjartarson sjósundkappi sem gerði sér lítið fyrir og synti yfir Ermarsund síðastliðið sumar ætlar að leiða hópsund kl. 18:30. Við viljum sérstaklega taka það að fram að sundið er ranglega auglýst í dagskrá Vetrarhátíðar þ.e. auglýst er að sundið fari fram laugardaginn 14. febrúar en rétt er að sundið fari fram föstudaginn 13. febrúar.
Starfsfólk Ylstrandar á von á miklum fjölda gesta og svið byggjum meðal annars á því að gestir í sjósundi miðvikudaginn 11. febrúar voru 153 samkvæmt gestabók Ylstrandar og sjórinn var mældur -1°c á 60 cm dýpi út á voginum og -1,8°c við sjávarmál.
fimmtudagur, 12. febrúar 2009
Allt að gerast í vetrarsjósundinu.
Birt af Heimir kl. 20:38
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Æi, ég ætlaði að mæta á auglýsta tímanum. Djö....
Skrifa ummæli