fimmtudagur, 18. desember 2008

Breyttur tími á Nýársundi

Vegna flóðs og fjöru 1. janúar 2009 hefur verið ákveðið að breyta tíma vegna Nýárssunds. Við munum því vera með opið kl. 11 - 13. Mælum eindregið með því að allir mæta á sama tíma og fari saman út í. Þannig hefur sundið alltaf verið og er miklu skemmtilegra bæði fyrir fjölmarga áhorfendur og stemmingssundmennina. Mætum því öll kl 11 og förum út í kl. 11.20. Við bætum örugglega metið sem var 63 ef ég man rétt.

Opið verður mánudaginn 22. desember kl. 17 - 19 og mun það vera síðasta opnun á góðu sjósundsári 2008.

miðvikudagur, 10. desember 2008

Fjölbreytt dagskrá í desember

Ylstrandargestir komu með þá góðu hugmynd að vera með bókaupplestur í desember og hafa þeir Stefán Máni, Þráinn Bertelsson og Hörður Torfa.

Nú er aftur á móti komið að konunum og mun Margrét Pála vera með upplestur miðvikudaginn 10. desember, viku síðar eða þann 17. desember munu þær Yrsa Sigurðardóttir og Auður Jónsdóttir lesa upp úr bókum sínum. Þann dag mun Ylströndin bjóða uppá Kakó og eitthvað góðgæti. Síðasta opnun fyrir jól er 22. janúar og mun Ylströndin hafa lokað fram til 1. janúar en þá verður Nýárssund milli kl. 13 - 15.

10. desember - Margrét Pála les upp úr bók sinni "Ég skal vera Grýla".
17. desember - Auður Jónsdóttir les upp úr bók sinni "Vetrarsól" og Yrsa Guðmundsdóttir les úr bók sinni "Auðnin". Starfsfólk Ylstrandar bíður uppá kakó og góðgæti.
22. desember - opið kl. 17 - 19 síðasta opnun fyrir jól "Gleðileg jól".
1. janúar - Nýárssund kl. 13 - 15.