fimmtudagur, 21. maí 2009

Margt að gerast í sumar

Seinustu daga hafa verið mjög góðir fyrir sjósund. Frábært veður og hitastig sjávar eykst stöðugt og gríðaleg ásókn í sjóinn.


Sjósundnefnd SSI er byrjað að skipuleggja fyrsta Íslandsmeistaramótið í sjósundi (Open Water). Líklegast verður keppt í byrjun júlí í Nauthólsvíkinni. Keppt verður í 1km og 5km. Fleiri upplýsingar eru að vænta á næstu vikum.

UMFI verður með sjósund á Landsmóti dagana 9-12. júlí. Sjá meira hér

Eins og fyrri ár þá er stefnt af því að vera með hópsund til Viðeyjar. Jónsmessan gæti komið til greina.
Í byrjun September mun 6 manna boðsundsveit freista þess að synda yfir og til baka aftur í Ermarsundinu. Hér er á ferðinni sama boðsundsveit og fylgdi Benedikti í fyrra en komst ekki á stað vegna veðurs og bilana í bát. Undirbúningur hefur gengið vel, boðsundsmeðlimi í fantaformi og búnir að bíða eftir bráðinni í heilt ár !


Sjáumst í sjónum í sumar :)


föstudagur, 15. maí 2009

Sólin skín í Nauthólsvíkinni

Föstudaginn 15. maí hefst sumaropnun Ylstrandar og verður opnunartími alla daga kl. 11 – 19. Í boði eru búningsklefar, sturtur, heitir pottar, sandleikföng og afnot af gasgrilli án endurgjalds. Einnig er til sölu kaffi, gos, sælgæti, ís, pylsur til að grilla og ýmislegt annað góðgæti. Allir dagar eru sólardagar á Ylströndinni og vonumst við til að sjá sem flesta.