fimmtudagur, 26. febrúar 2009

Aukin vetraropnun á Ylströndinni

Vegna aukinnar eftirspurnar og mikillar þátttöku í sjósundi hefur Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur ákveðið að auka vetraropnun á Ylströndinni. Föstudaginn 27. febrúar verður opið kl. 11.00-13.00 og verður sú opnun áfram á föstudögum fram á sumar.
Áfram verður opið á mánudögum kl. 17.00-19.00 og á miðvikudögum kl. 11.00-13.00 og kl. 17.00-19.00.

miðvikudagur, 18. febrúar 2009

Sundföt og smá hugrekki er það sem þarf til að byrja í Sjósundi.

Fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í sjósundinu þá mælum við með því að þeir mæti niðri í Nauthólsvík, þjónustuhús Ylstrandar. Þar taka starfsmenn vel á móti fólki og leiðbeinir því. Á veturnar er opið á mánudögum kl 17:00 - 20:00 og miðvikudögum kl 12:00 - 13:00 og 17:00 - 20:00 en sumri alla daga frá kl 11:00 - 19:00.


Mikilvægt er að fara varlega fyrstu ferðirnar. Um vetrartímann er sjórinn frá -1,5° - 4°. Þeir allra hörðustu eru um 4-6 mín út en byrjendur um 30 sek - 1 mín. Á sumrin er hann 8° - 15° og þá er hægt að njóta hans mun lengur.

Mesta hindrunin er að komast yfir áfallið (sjokkið) vegna kuldans þegar farið er fyrst út í. Til að minnka sjokkið er gott að bíða á ströndinni til að kæla sig aðeins niður áður en farið er úti. Sjokkið tekur um 30 sek og eftir það dofnar líkaminn og vellíðunar tilfinningin fer um allan skrokkinn. Síðan er farið upp úr og í heita pottinn. Gott er að bíða 2-3 mín áður en farið er í pottinn. Sumir telja að best sé að sleppa pottinum og láta líkamann hita sig upp.

Um vetrartímann er gott að hafa neonfrean hanska og sokka til að verjast kulda bit í útlimum. Útbúnaður fæst í Sportbúðin (Títan)

Öryggi í sjósundi Ráðleggingar til sjósundfólks

Er sjósund holt ?

fimmtudagur, 12. febrúar 2009

Allt að gerast í vetrarsjósundinu.

Talsverð umfjöllun hefur verið um sjósund þessa dagana.

Á morgun, 13. feb, mun morgunútvarp rásar 2 kl. 7:15 fjalla um sjósund. Einnig var skemmtileg mynd og umfjöllun á forsíðu Fréttablaðsins í morgun (fimmtudaginn 12. febrúar), DV fjallaði um sjósund í gær (miðvikudaginn 11. febrúar). Það er sem sagt allt að gerast :)

Við viljum minna "Sjóljósahátíð" (Sjósund og ljósagleði) í Nauthólsvík föstudaginn 13. febrúar sem Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur og Höfuðborgarstofa ætlar standa fyrir í tilefni Vetrarhátíðar . Opið verður í þjónustuhús Ylstrandar kl. 17 – 20 þar sem gestum gefst tækifæri á að nýta sér búningsaðstöðu, heitan pott og svo mun Höfuðborgarstofa bjóða gestum uppá heitt kaffi.

Benedikt Hjartarson sjósundkappi sem gerði sér lítið fyrir og synti yfir Ermarsund síðastliðið sumar ætlar að leiða hópsund kl. 18:30. Við viljum sérstaklega taka það að fram að sundið er ranglega auglýst í dagskrá Vetrarhátíðar þ.e. auglýst er að sundið fari fram laugardaginn 14. febrúar en rétt er að sundið fari fram föstudaginn 13. febrúar.

Starfsfólk Ylstrandar á von á miklum fjölda gesta og svið byggjum meðal annars á því að gestir í sjósundi miðvikudaginn 11. febrúar voru 153 samkvæmt gestabók Ylstrandar og sjórinn var mældur -1°c á 60 cm dýpi út á voginum og -1,8°c við sjávarmál.

þriðjudagur, 3. febrúar 2009

Sjósund á Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar

Framundan er sjósund á vetrarhátíð Reykjavíkur en það mun fara fram föstudaginn 13. febrúar kl. 18:00. Þema vetrarhátíðar er vatn og ljós sem starfsfólk Ylstrandar ætla að undirbúa. Stefnt er að hafa "glit í myrkri" sem fest verða við sundhettur eða húfur og ætla starfsmenn að vera með bál á tveimur til þremur stöðum þar sem sundið fer fram. Benni Hjartar mun leiða hópin í sjóinn. Aðstaða Ylstrandar verður opin kl. 17 - 19 og verður boðið uppá kaffi í tilefni vetrarhátíðar.