mánudagur, 26. janúar 2009

Birna kosin íþróttarmaður ársins 2008 á Álftanesi

Birna Jóhanna Ólafsdóttir sjósunddrottning Íslands, var kjörin íþróttamaður ársins 2008 á Álftanesi.

Birna varð fjórfaldur Norðurlandameistari í sundi í sínum aldursflokki, 45 -49 ára. Hún setti Íslandsmet í 200 m. bringusundi á Norðurlandamótinu.

Birna er ein allra fremsta sjósundkona Íslands. Hún hefur stundað sjósundið að miklum móð seinustu 4 árin og hefur ávalt verið í framarbroddi þeirra kvenna sem stunda sjósund hér á kalda klakanum. Hún var eina konan í boðsundsveit Íslands sem ætlaði að synda yfir Ermasund, liðið þurfti þó frá að hverfa vegna óveðurs.

Við óskum Birnu hjartanlega til hamingju með kjörið.

mánudagur, 19. janúar 2009

Sjósund á Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar

Fyrirhugað er sjósund á Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar föstudaginn 13. febrúar kl. 18:00. Þema hátíðarinnar er ljós og vatn og því sjálfsagt að vera með sjósund á dagskránni. Starfsfólk Ylstrandar munu dreifa ljósum sem hver og einn getur borið á höfði þegar sundið fer fram. Opið verður í búningsaðstöðu og í heitum pott Ylstrandar á meðan sundinu stendur.

mánudagur, 5. janúar 2009

Opnunartími á nýja árinu

Opið verður í dag mánudag kl. 17 - 19 og á miðvikudag kl. 11 - 13 og 17 - 19. Vetraropnun Ylstrandar mun því haldast óbreytt fram að hefðbundnum sumaropnunartíma sem verður um miðjan maí.