föstudagur, 7. september 2007

Viðeyjarsund. Allt er þegar þrennt er !

Í dag var farið þriðja sundið í sumar frá Skarfakletti að Viðeyjarbryggju . Tilefnið var kvikmyndataka hjá þýskri sjónvarpstöð. Um 20 - 30 manns, blanda af rótgrónnu sjósundfólki og byrjendur tóku þátt. Veður var ekkert sérstak og rigndi á tímabili, sjóhiti um 11 gráður og smá straumur á móti til baka. Heimir og Hálfdán komu fyrsti í mark. Heimir bætti sitt persónulega met, Íslandsmet :) og fór þessa 2 kílómetra á 31 mín og 5 sek. Hálfdán kom sirka 2 mínútum seinna.

Allir svo að mæta á æfingu í Nauhólsvíkinni á mánudaginn kl 17:00 - 19:00.

Engin ummæli: