sunnudagur, 8. júní 2008

Undirbúningur fyrir Ermasund 2008

Undirbúningur fyrir Ermasundið stendur nú sem hæst. Meðlimir boðsundsveitar og einstaklingsund (Benedikt) leggja hart að sér við æfingar í sjó og í sundlaugum höfuðborgarsvæðisins.

Í gær (laugardagur 7. júní) kláraði Benedikt 6 klst undirbúningsund fyrir Ermasundið. Sjá meira um það á http://ermasund.blogspot.com/

Kristinn, Hrafnkell og Birna skelltu sér í sjóinn út við Álftanesið sama dag og á sunnudaginn gerði Hálfdán sér lítið fyrir og synti yfir Hvalfjörðinn.

Þann 20 júní er stefnt á að liðið taki æfingasund til Akranesar og til baka aftur. Þar gefst tækifæri til að stilla saman strengi boðsundsveitarinnar og laga það sem þarf að laga áður en lagt er í Ermasundið.

Til gamans má geta þess að föstudaginn 6. júní undirrituðu Heimir og Benedikt, fyrir hönd Sjósundlandsliðs Íslands, samstarfsamning við Lyfju. Báðir aðilar hugsa sér gott til þessa samstarfs og vona að hann geti orðið til farsældar.

Samstarf hefur tekist við Landsbankann en ekki hefur verið gengið frá undirritun samstarfssamnings vegna anna.

http://ermasund.blogspot.com/ verður opinbera síða Ermsundsins. Framvegis verða allar færslur tengdar leiðangrinum færðar inn á síðuna. Þessi síða mun halda áfram sem almenn síða um sjósundmenn Íslands.

Engin ummæli: