fimmtudagur, 21. maí 2009

Margt að gerast í sumar

Seinustu daga hafa verið mjög góðir fyrir sjósund. Frábært veður og hitastig sjávar eykst stöðugt og gríðaleg ásókn í sjóinn.


Sjósundnefnd SSI er byrjað að skipuleggja fyrsta Íslandsmeistaramótið í sjósundi (Open Water). Líklegast verður keppt í byrjun júlí í Nauthólsvíkinni. Keppt verður í 1km og 5km. Fleiri upplýsingar eru að vænta á næstu vikum.

UMFI verður með sjósund á Landsmóti dagana 9-12. júlí. Sjá meira hér

Eins og fyrri ár þá er stefnt af því að vera með hópsund til Viðeyjar. Jónsmessan gæti komið til greina.
Í byrjun September mun 6 manna boðsundsveit freista þess að synda yfir og til baka aftur í Ermarsundinu. Hér er á ferðinni sama boðsundsveit og fylgdi Benedikti í fyrra en komst ekki á stað vegna veðurs og bilana í bát. Undirbúningur hefur gengið vel, boðsundsmeðlimi í fantaformi og búnir að bíða eftir bráðinni í heilt ár !


Sjáumst í sjónum í sumar :)


1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ.

Verður synt yfir í Viðey á Jónsmessu ?