mánudagur, 28. september 2009

Nautholsvik.is og allir að kaupa kaffikort !

Starfsmenn Nauthólsvíkar halda úti flottri heimasíðu, nautholsvik.is. Þar eru helstu fréttir og fl.

Þar sem aukning í sjósundi hefur verið gríðarlega og margir fastagestir í Nauthólsvík í hverri opnun munum við bjóða uppá tvær nýjungar veturinn 2009 - 2010. Hægt er að kaupa kaffikort á 1000 kr. sem inniheldur 15 kaffibolla og fría áfyllingu. Jafnframt bjóðum við gestum uppá að kaupa kort á 2000 kr. sem veitir ótakmarkaðan aðgang að munageymslu í afgreiðslu Ylstrandar til loka árs 2009.  Mælum eindregið með því að fólk kaup sér kort til að tryggja opnunartímann enn frekar í sessi.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góðan daginn ágætu sjósundmeistarar. Mér datt í hug að setja upp einskonar sjósundhelgi hér að Búðum. Þannig vill til að við erum nokkur úr starfsmannaliðinu sem höfum verið að fara í sjóinn hér á milli vakta og það er bara svo dásamlegt. Hótelið stendur hér 20 metra frá ósnum og samdfjöru, gæti ekki verið betra.
Hvernig líst ykkur á þetta, væri hægt að hóa saman í árshátíð allra sjósundmanna eða eitthvað í þá áttina?
Hlökkum til að heyra frá ykkur.
Tilboð í sjósundhelgi á Hótel Búðum 9-10 oktober 2009.
Helgina 9 til 10 oktober langar okkur að bjóða allt sjósundfólk velkomið að Búðum á Snæfellsnesi. Hótel Búðir stendur við ós og skeljasandsfjöru sem heppileg er til sjósunds. Bryggjan stendur alveg upp við hótelbarinn og setustofuna og þar er hægt að stinga sér til sunds á flóði. Eins má vaða yfir ósinn og fara beint útí sjó á fjöru.
Tilboð verður á Stroh kakó og Stroh kaffi á barnum þessa helgi og einnig fylgja þykkir baðsloppar með öllum herbergjum fyrir sjósundfélaga. Einnig verður villibráðarmatseðill í boði fyrir áhugasama en á honum má meðal annars finna SJÓFUGLA.
Tilboð 1) Gisting, 3 rétta kenjar kokksins og morgunverðahlaðborð : 15.500 kr á mann í tveggja manna herb. 17.500 kr á mann í eins mans herb.
Tilboð 2) Gisting, 3 rétta villikenjar kokksins og morgunverðahlaðborð : 18.500 kr á mann í tveggja manna herb. 20.500 kr á mann í eins mans herb.
Alvöru sjósund & alvöru matur fyrir alvöru fólk! J
Frekari upplýsingar hjá Hótel Búðum í síma 4356700