þann 23. ágúst síðasliðinni syntu Benni, Dáni og Heimir rúma 2 km leið yfir Skerjafjörðinn. Þar rættist 2 ára draumur Heimis að sigra nátturuöflin sem hann þurfti að lúta í lægri haldi fyrir tveim árum síðan. Davíð Freyr mundaði kvikmyndavélina og faðir Heimis, Sveinn sá um drykkjargjafir.
laugardagur, 29. september 2007
miðvikudagur, 26. september 2007
Fáum fleiri í tímana
Sjósundtímarnir í Nauthólsvíkinni á mánud. og miðvik. hafa tekist vel og að jafnaði erum um 10 - 15 manns að mæta. Það væri sniðugt fá fleiri hópa en sjósundmenn því potturinn er alltaf vel heitur og nógu stór til að taka á móti góðum skokkhóp.
Hérna er svo mjög áhugaverð grein um ermasundið.
http://www.telegraph.co.uk/arts/main.jhtml?xml=/arts/2007/09/22/sm_channelswimmers.xml&page=3
þriðjudagur, 18. september 2007
mánudagur, 17. september 2007
Potturinn kominn í lag !
föstudagur, 14. september 2007
Uppskeruhátið frestað um viku
Í dag var ætlunin að halda smá teiti niðri í Nauthaulsvík en sökum framkvæmda við vatnslagnir verður vatnslaust í pottinum og við því nauðbeygð til að fresta teiti um viku.
Föstudaginn 21. september höldum við upp á herlegheitin með smurbrauði, grilli að eigin vali og mjög léttum veitingum. Nánari tími auglýstur síðar.
miðvikudagur, 12. september 2007
Sumarlok og upphaf vetrartímabils fagnað
Á föstudaginn munum við fagna sumarlok og upphafs vetrartímabilsins í Nauthólsvíkinni. Við ætlum að skella okkur í sjóinn um kl 17:00 og fagna síðan í pottinu á eftir. Benedikt ætlar að mæta með veitingar úr Bakaríinu sínu og í boði verða léttar veitingar. Hvetjum alla til að mæta.
þriðjudagur, 11. september 2007
Byrjunarörðuleikar með vetraropnum
Seinustu vetrartímar í Nauthólsvíkinni hafa ekki byrjað sérstaklega vel. Í gær, mánudag mætti engin starfsmaður og því þurftum við flýja í húsakynni siglingarklúbbsins. Nú er séð fyrir endan á þessum byrjunarörðuleikum og vonast er til starfsmaður mæti á morgun og hleypi á pottinn góða. Hvet sem flesta til að mæta kl 17:00 á morgum.
föstudagur, 7. september 2007
Viðeyjarsund. Allt er þegar þrennt er !
Í dag var farið þriðja sundið í sumar frá Skarfakletti að Viðeyjarbryggju . Tilefnið var kvikmyndataka hjá þýskri sjónvarpstöð. Um 20 - 30 manns, blanda af rótgrónnu sjósundfólki og byrjendur tóku þátt. Veður var ekkert sérstak og rigndi á tímabili, sjóhiti um 11 gráður og smá straumur á móti til baka. Heimir og Hálfdán komu fyrsti í mark. Heimir bætti sitt persónulega met, Íslandsmet :) og fór þessa 2 kílómetra á 31 mín og 5 sek. Hálfdán kom sirka 2 mínútum seinna.
Allir svo að mæta á æfingu í Nauhólsvíkinni á mánudaginn kl 17:00 - 19:00.
fimmtudagur, 6. september 2007
Laflour hætti í Drangeyjarsundinu
Nafni Benedikts Hjartars, Benedikt Laflour, sjósundkappi með meiru, þufti að hætta Drangeyjarsundi sínu í gær þegar hann var rétt hálfnaður með sundið. Sjórinn reyndist kaldarinn en hann átti von á. Meira um þetta á visir.is
mánudagur, 3. september 2007
Fyrsti vetrartíminn og Viðeyjarsund á mánudaginn
Fyrsti vetratíminn í Nauthólsvíkinni á mánudaginn féll niður en það verður opið í dag (miðvikudag) kl 17:00 - 19:00 . Eins áður hefur verið nefnt þá verður opið á mánudögum og miðvikudögum í vetur kl 17:00 - 19:00.
Á föstudaginn er stefnt á að synda út Viðey og til baka kl 18:00. Þýskir sjónvarpsmenn verða á staðnum.

Hvetjum sem flesta til að mæta.
sunnudagur, 2. september 2007
Sjósund fyrir þýska sjónvarpsstöð
Seinustu daga hefur Benni Hjartar verið í samskiptum kvikmyndagerðamenn frá þýskri sjónvarpstöð. Þeir hafa mikinn áhuga á að kvikmynda sjósundmenn íslands og á morgun (mánudag) munu þeir mæta á æfingu í Nauthólsvíkinni.
Það eru talsverðar líkur á því að verði skipulagt þriðja viðeyjarsundið í sumar vegna þessara kvikmyndataka. Meira um það seinna.
laugardagur, 1. september 2007
Vetratímar í Nauthólsvíkinni
Í gær lokaði baðaðstaðan og heiti potturinn í Nauthólsvíkinni. Seinustu daga höfum við verið að reyna fá vetratíma og nú er kominn niðurstaða í málið.
Allir sjósundmenn geta komið á mánudögum og miðvikudögum kl 17:00 - 19:00 í vetur. Sturtunar og heiti potturinn verður opinn. Næsti tími verður því á mánudaginn 3. sept kl 17:00 - 19:00. Ef það verður góð mæting þá getum við jafnvel fengið fleiri tíma.