fimmtudagur, 23. ágúst 2007

Synt yfir Skerjafjörðinn

Í gær (23. ágúst) syntu Heimir örn, Benedikt Hjartar og Hálfdán yfir Skerjafjörðinn. Sundleiðin er um 2000 metrar frá Skeljanesi Rvk. hjá gömlu Olís stöðvunum, að Áltanesinu, rétt fyrir ofan bæinn Jörvar yst á Álftanesinu. Sundið gekk vel að mestu. Lagt var á stað kl 17:40 með öldunar í fangið. Fyrstu 20 mín tóku þeir ekki alveg réttu stefnuna þannig að straumar báru þá innar í fjörðinn. Því varð sundleiðin aðeins lengri en áætlað var. Þegar nær dróg áfangastað hvessti og útstreymið og aldan jókst talsvert. Þeir félagara kláruðu sundið um kl 18:20 og voru sirka 40 mín á sundi. Búast má við að þeir hafi synnt 2100 - 2250 metra.

Sjóhiti var 12 gráður, Lofthiti 13 gráður og vindur 7 - 10 m/s SV.



Við viljum enn á ný þakka Björgunarsveit Kópavogs fyrir frábæra bátafylgd og það eiga allir að kaupa flugeldana hjá þeim næstu áramót ! :)

3 ummæli:

Unknown sagði...

Það er ekkert annað. Hafið þið bát meðferðis á sundleiðinni, hljómar sem mjög skemmtileg sundleið sem þess virði væri að taka. En ég ætla þó ekki að þessu sinni en alveg örugglega næsta sumar þegar maður hefur bætt sundhraðann svo maður nái að halda í við ykkur meistara.

Heimir sagði...

Já, við höfum bát frá Björgunarsveit Kópavogs. Endilega hafðu samband ef þú vilt fá ráðgjöf um að bæta sundhraðann.

Eirikur sagði...

Hvað á ekkert að bjóða manni með í svona sundferðir. Tel mig hafa alla kosti að bera í þessi sund. Sundkennarinn minn hér á árum áður sagði að ég væri snillingur í hundasundi og gæti alltaf bjargað mér ;)