föstudagur, 1. ágúst 2008

Heimir syndir Viðeyjarsund á mettíma !

Sundleið Heimis 4,8 km. Klikkið á til að stækka. Gula lína er leið bátsins en hvíta lína með rauðu punktunum leið Heimis


Í gær (31.07.08) kláraði ég ( Heimir Örn) formlegt Viðeyjarsund þ.a.s frá Viðeyjarbryggju inn í Reykjavíkurhöfn að flotbryggju við hvalaskoðunarbásana. Þetta er leiðin sem Eyjólfur sundkappi og fleiri sundkappar syntu hér forðum og telst vera formlegt Viðeyjarsund.

Veðuraðstæður lofuðu góðu fyrir daginn eftir að met höfðu verið sleginn í hita á miðvikudaginn. Spáð var skýjuðu veðri og 16-18°, norðvesta 3-4 ms og hitastig sjávar um 13° í Reykjavík. Það stóðst að mestu leyti.
Heimir bíður eftir bátnum við Sundahöfn
Þegar ég stakk mér út í frá Viðeyjarbryggju kl 17:21 var talsverð hliðaralda v. norðvestan vindáttinar, (4 ms) sem gerði mér erfitt fyrir til að byrja með. Sundtök breingluðust og ég þurfti að beita mér öðruvísi í öndunni vegna hennar. Eins og sést á myndinni af sundleiðinni hér fyrir ofan þá var ég að reka dáldið til hliðar en leiðrétta stefnuna með því að synda upp í ölduna. Þetta leiðir til þess að ég er að sikk sakka. Hliðaraldan batnaði eftir sem ég kom nær Rvk höfn og ég gat haldið betur beinni línu. Ég synnti inn í nokkra kalda strauma og heilu torfunar af marglyttum og fékk eitt bit fyrir vikið.

Heimir að loknum sundi
Ég fékk einu sinni drykk á leiðinni en náði lítið að drekka vegna þess hversu bumbult mér var. Þar klikkaði ég aðeins því ég var að sotra kolvetnisdrykk fram á seinustu stundu sem leiddi til þess að ég var með ælinu í hálsinu fyrstu 30 mín.


Birna og Bjössi losa um sinadráttinn
Seinustu 500m synti ég á hámarkstempói og kláraði mig alveg. Fékk sinadrátt frá tá og upp í rass strax eftir sundið :)


Þrátt fyrir rek og hliðaröldu náði ég að halda góðu tempói og ég synnti leiðina, 4,8 km, á mettíma, 1:08,50. (Staðfest af GPS tæki báts og GPS í Nokia N95 símanum). Leið bátsins var 5,2 km. Bein lína er sirka 4,3 km þannig að mér skeikaði um 500 m vegna aðstæðna.

Ég synti í Point Zero swimskin (no neonfrean) sem er sérhannaður fyrir Open Water sund. Síðan var ég með venjulega sundhettu og Tyr sundgleraugu. Ekkert neonfrean eða hitaeinangri efni. Ég smurði hálsin og undir hendur með Channel Grease sem er blanda af Lanólíni og vanselíni.

Mér til aðstoðar var Björn Ásgeir Guðmundsson, Ermarsund kappinn Benedikt Hjartarson og Birna Björnsdóttir.


Fylgdarbáturinn kom frá Björgunarsveit Kópavogs og þeim fylgir Sverrir Örn Jónsson, Árna Björg Árnarsdóttir og Anna Guðný Einarsdóttir. Þakka þeim fyrir frábæra bátafylgd. Allir að kaupa flugelda næstu áramót hjá þeim.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Frábær Heimir, innilega til hamingju með þetta frábæra sund:-)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afrekið frændi!

Þú ert að verða nokkuð efnilegur sjósvamlari.

Nafnlaus sagði...

sjitt hvað þetta er góður tími!!!til hamingju með þetta:) geðveikt

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með glæsilegan árangur, Heimir!

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með frábæran árangur. Hann hefði verið ánægður hann faðir minn ef hann hefði lifað en þessi dagur er afmælisdagurinn hans. Elísabet Pétursdóttir dóttir Péturs Eiríkssonar er synti einnig Viðeyjarsundið