Í dag (20.7.2009) þreytti sjósundgarpurinn Heimir Örn Sveinsson Viðeyjarsund en sundleiðin er frá Viðeyjarbryggju inn í Reykjavíkurhöfn að flotbryggjunni við gamla slippinn. Þetta er leiðin sem Eyjólfur sundkappi og fleiri sundkappar syntu hér forðum og telst vera formlegt Viðeyjarsund. Í beinni línu er sjóleiðinni 4300m en Heimir synti 4610m
Þrátt fyrir talsverða norðan hliðaröldu meiri hluta leiðarinnar gerði hann sér lítið fyrir og synti leiðina á 1:01,57. Er þetta lang besti tíminn í sögu Viðeyjarsunds. Í fyrra synti Heimir Viðeyjarsund á 1:08,50 og var þá vafamál hvort það væri hraðamet. Heimir tók allan vafann af því og bætti fyrra met um 6 mín þrátt fyrir verri aðstæður en í fyrra.
sirka 200m frá Viðeyjarbryggju
Hlýtt var í veðri þegar Heimir lagði af stað kl 16:45. 18° og talsvert búið að lægja vind síðan fyrr um daginn, en vindur var 3-4 ms, NA. Heimir hafði vonast til að fá austan átt eins spáð var en það gekk ekki eftir.
Barist við hliðarölduna
Sjórinn var tilltölu lygn fram að Skarfaskeri. Þegar út að Laugarnesi var komið breyttist vindurinn meira í hreina norðan átt og jókst í 5-6 ms Hann fékk því talsverða hliðaröldu (sjá myndir) sem gerði það að verkum að hann rak í átt að landi og þurfti því að leiðrétta stefnum nokkrum sinnum. Heimir var reynslunni ríkari eftir fyrri sund og æfingar sumarsins og tókst á við hliðarölduna með því að fara fyrr með hendur undir vatnsyfirborðið í skriðsundinu og ná þannig að knýgja sig áfram með góðu undirtaki.
Rót við Hafnarminnið
Þegar nær dró höfninni varð sjórinn mjög órólegur vegna endurkast frá varnagarði. Sjórinn batnaði lítillega þegar inn í höfnina var komið og Heimir gat beitt sér betur og kláraði sundi með góðum endarspretti.
Seinustu tökin
Aðstoðarmenn Heimis í dag voru þau Birna Jóhanna Ólafsdóttir, Björn Ásgeir Guðmundsson og faðir Heimis, Sveinn Kjartan Baldursson. Skipstjórinn á bátnum, Ísleifur Friðriksson stjórnaði förinni eins og herforingi. Heimir vill þakka honum og aðstoðarmönnum fyrir frábæra fylgd.
Sveinn,Heimir,Ísleifur,Birna og Björn
Það er nokkuð ljóst að ef Heimir fær ákjósanlegar aðstæður þá á hann auðvelt með að verða fyrstur manna til að synda leiðina undir 1 klst.
Sjá fleiri myndir hér
1 ummæli:
Wet and wild töffari!!!
Skrifa ummæli