fimmtudagur, 21. ágúst 2008

Keppni í 10 km sundi á Ólympíuleikunum


Á þriðjudaginn og miðvikudaginn var keppt í 10 km sundi kvenna og karla. Greinin er ný á Ólympíuleikunum og hefur vakið mikla athygli. keppt er í tilbúnu vatni og synda með fjóra 2,5 km hringi.
Hollendingurinn Maarten van der Weijden varð fyrstu í karla á tímanum 1:51:51.6 en hann er nýkominn úr krabbameinsmeðferð ! Larisa Ilchenko frá Rússlandi var fyst kvenna á tímanum 1:59:27.7

Á þessari síðu http://www.10kswimmer.com/ má finna allt um þetta.

sunnudagur, 17. ágúst 2008

Bakarinn syndir Drangeyjarsund ósmurður

Á laugardaginn, skellti Benni sér norður og tók Drangeyjarsund eftir næturvakt í bakaríinu. Hann kom í land að Reykjum á Reykjarströnd rétt fyrir kl 20:00. Hann skellti sér í pottinn með fylgdarliði sínu en rauk síðan suður til að fara vinna kl 04:00 aðfaranót sunnudagsins. Eins og sést á myndum voru aðstæður fínar.

Benni var þar með 7. maðurinn til að klára Drangeyjarsundið en þriðji til að klára það ósmurður. Áður höfðu Kristinn Magnússon og Eyjólfur heitinn synt ósmurði. Benedikt fór leiðina á 2 klst 36 mín og 10 sek í 10° heitum sjónum. Það er næst besti tíminn frá upphafi en Kristinn sem synti þetta seinast 2002, fór þá á 2 klst og 10 mín.
Fylgdarmenn Benedikts voru Ísleifur Friðriksson frá ÍTR en hann stjórnaði fylgdarbátnum, Ásgeir Elíasson og Þorgeir Sigurðsson sem komu með Benedikt frá Reykjavík og Heiða Jóhannsdóttir frá Sauðárkróki. Ásgeir, Þorgeir og Heiða syntu öll með Benedikt einhvern hluta úr leiðinni en þeir hittu Heiðu í Grettislaug áður en þeir lögðu af stað í Drangey og buðu henni að koma með.

laugardagur, 16. ágúst 2008

Benni synti Drangeyjarsund í dag !


Í dag synti Benedikt Hjartarson Ermarsundskappi Drangeyjarsund. Hann fór leiðina á 2 klst og 36 mín. Nánar um þetta á morgun
Sjá myndir á skagafjordur.com

mánudagur, 11. ágúst 2008

1 km braut í Nauthólsvík

Klikkið á mynd til að stækka

Um daginn lagði Ísleifur og fleiri starfsmenn Nauthólsvíkinar 1 km braut merkta með baujum sem fjárfest var í fyrir sjósundið. Í kjölfarið var brautin stillt til eftir GPS mælingum. Brautin liggur frá Brautarenda að miðbauju(veðurbauju) og inn að bauju í fossvoginum meðfram strönd nauthólsvíkinnar. Frá miðbaugju að flugbrautarenda (500m ) er brautinn vel merkt með baujum og eru sjósundmenn kvattir til að nota brautina þegar mikið er um bátaumferð í víkinni.

Hér fyrir ofan er sýnd mynd af braut og svokölluðum bauju hring. Hann er 2821 m langur:
Veðurbauju - brautarendi = 502 m
brautarendi - ITR bauja Kársnes = 223 m
ITR bauja Kársnes - ITR bauja miðlína = 695 m
ITR bauja miðlína - ITR bauja = 610 m
ITR bauja - bauja = 290 m
Bauja - veðurbauju = 501 m

laugardagur, 2. ágúst 2008

Benni fer aftur í sjóinn :)

Benni fer í sjóinn í blíðunni í gær

Í ljósi fyrri yfirlýsinga eftir afrekið mikla þá er gaman að sjá þetta :)

föstudagur, 1. ágúst 2008

Heimir syndir Viðeyjarsund á mettíma !

Sundleið Heimis 4,8 km. Klikkið á til að stækka. Gula lína er leið bátsins en hvíta lína með rauðu punktunum leið Heimis


Í gær (31.07.08) kláraði ég ( Heimir Örn) formlegt Viðeyjarsund þ.a.s frá Viðeyjarbryggju inn í Reykjavíkurhöfn að flotbryggju við hvalaskoðunarbásana. Þetta er leiðin sem Eyjólfur sundkappi og fleiri sundkappar syntu hér forðum og telst vera formlegt Viðeyjarsund.

Veðuraðstæður lofuðu góðu fyrir daginn eftir að met höfðu verið sleginn í hita á miðvikudaginn. Spáð var skýjuðu veðri og 16-18°, norðvesta 3-4 ms og hitastig sjávar um 13° í Reykjavík. Það stóðst að mestu leyti.
Heimir bíður eftir bátnum við Sundahöfn
Þegar ég stakk mér út í frá Viðeyjarbryggju kl 17:21 var talsverð hliðaralda v. norðvestan vindáttinar, (4 ms) sem gerði mér erfitt fyrir til að byrja með. Sundtök breingluðust og ég þurfti að beita mér öðruvísi í öndunni vegna hennar. Eins og sést á myndinni af sundleiðinni hér fyrir ofan þá var ég að reka dáldið til hliðar en leiðrétta stefnuna með því að synda upp í ölduna. Þetta leiðir til þess að ég er að sikk sakka. Hliðaraldan batnaði eftir sem ég kom nær Rvk höfn og ég gat haldið betur beinni línu. Ég synnti inn í nokkra kalda strauma og heilu torfunar af marglyttum og fékk eitt bit fyrir vikið.

Heimir að loknum sundi
Ég fékk einu sinni drykk á leiðinni en náði lítið að drekka vegna þess hversu bumbult mér var. Þar klikkaði ég aðeins því ég var að sotra kolvetnisdrykk fram á seinustu stundu sem leiddi til þess að ég var með ælinu í hálsinu fyrstu 30 mín.


Birna og Bjössi losa um sinadráttinn
Seinustu 500m synti ég á hámarkstempói og kláraði mig alveg. Fékk sinadrátt frá tá og upp í rass strax eftir sundið :)


Þrátt fyrir rek og hliðaröldu náði ég að halda góðu tempói og ég synnti leiðina, 4,8 km, á mettíma, 1:08,50. (Staðfest af GPS tæki báts og GPS í Nokia N95 símanum). Leið bátsins var 5,2 km. Bein lína er sirka 4,3 km þannig að mér skeikaði um 500 m vegna aðstæðna.

Ég synti í Point Zero swimskin (no neonfrean) sem er sérhannaður fyrir Open Water sund. Síðan var ég með venjulega sundhettu og Tyr sundgleraugu. Ekkert neonfrean eða hitaeinangri efni. Ég smurði hálsin og undir hendur með Channel Grease sem er blanda af Lanólíni og vanselíni.

Mér til aðstoðar var Björn Ásgeir Guðmundsson, Ermarsund kappinn Benedikt Hjartarson og Birna Björnsdóttir.


Fylgdarbáturinn kom frá Björgunarsveit Kópavogs og þeim fylgir Sverrir Örn Jónsson, Árna Björg Árnarsdóttir og Anna Guðný Einarsdóttir. Þakka þeim fyrir frábæra bátafylgd. Allir að kaupa flugelda næstu áramót hjá þeim.

Heimir synti Viðeyjarsund á mettíma !

Í dag kláraði Heimir Örn formlegt Viðeyjarsund þ.a.s frá viðeyjarbryggju inn í Reykjavíkurhöfn að flotbryggju við hvalaskoðunarbásana. Þetta er leiðinn sem Eyjólfur sundkappi synti hér forðum og telst vera formlegt Viðeyjarsund.

Meira um þetta á morgun.