föstudagur, 24. júlí 2009
Íslandsmótið í Helgarsportinu
Dáni synti úr Bjarnaey og til Vestmannaeyja
mánudagur, 20. júlí 2009
Hraðamet í Viðeyjarsundi bætt um 6 mín !
Barist við hliðarölduna
Þegar nær dró höfninni varð sjórinn mjög órólegur vegna endurkast frá varnagarði. Sjórinn batnaði lítillega þegar inn í höfnina var komið og Heimir gat beitt sér betur og kláraði sundi með góðum endarspretti.
Kona fyrst í Hríseyjarsundi
fimmtudagur, 16. júlí 2009
Vel heppnuðu Íslandsmót SSÍ og Securitas í sjósundi lokið
þriðjudagur, 14. júlí 2009
Undirbúningur gengur vel. Mynd af braut
Undirbúningur fyrir fyrsta Íslandsmótið í Sjósundi hefur gengið vel. Það stefnir í 50 þáttakendur og veðurspáinn er hagstæð. Í gær var brautinn sett niður. Hér fyrir ofan eru fyrstu drög af brautinni (ýtið á til að stækka). Ákveðið var að flytja rásmark nær varnagarði vegna grjóta. Eins og sést á mynd þá myndar brautinn þríhyrning til að koma í veg fyrir árekstra.
Í dag hefur verið talsverð fjölmiðlaumfjöllun:
Morgunútvarp Rás 2. Viðtal við Benedikt Hjartarson Ermarsund kappa
Samfélagið í nærmynd. Viðtal við Steinn og Hrafnkell
Stöð 2 Fréttir. Steinn,Benedikt,Heimir og Birna taka æfingu
Sjáumst öll á morgun.
mánudagur, 13. júlí 2009
Íslandsmótið í Sjósundi. Tímasetning og skráningar
Að gefnu tilefni þá skal ítrekað að mótið á miðvikudaginn er kl 17:00. Hægt verður að skrá sig á morgun og eitthvað fram eftir mótsdegi.
Í dag var brautinn sett niður. Mynd af braut kemur annaðkvöld á vefinn.
laugardagur, 11. júlí 2009
miðvikudagur, 8. júlí 2009
Íslandsmóts Securitas í sjósundi
Keppnin fer fram í Fossvoginum við Nauthólsvík og hefst stundvíslega kl. 17:00.
Boðið verður upp á eftirfarandi flokka: karlar og konur, karlar og konur í Neoprene-sundfatnaði.
Veitt verða verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin í hvorum flokk og sá sem sigrar hlýtur nafnbótina Sjósundmeistari Íslands 2009.
Það skal ítrekað að keppendur bera ábyrgð á eigin þátttöku. Á staðnum verður öryggisbátur og brautargæsla.
Allir iðkendur sjósunds sem og aðrir sundmenn eru hvattir til að mæta og taka þátt.
Sjósundnefnd SSÍ