föstudagur, 24. júlí 2009

Íslandsmótið í Helgarsportinu


Í dag var Íslandsmótinu okkar, þann 15. júlí, gerð góð skil á RUV í helgarsportinu . Þátturinn verður endurtekinn á morgun kl 12:00. Hægt að skoða upptöku hér

Dáni synti úr Bjarnaey og til Vestmannaeyja


Fréttir voru að berast af selinum Hálfdáni Örnólfssyni betur þekktur sem Dáni hafi synt úr Bjarnarey og inn að skansa, þar sem nýja hraunið endar í innsiglingunni í Vestmannaeyjum. Leiðin er um 3 km og Hálfdán lennti í miklu straumum þegar hann nálgaðist innsiglinguna og óstaðfestar heimildir segja að hann hafi verið 90 mín í sjónum !
Unnið er í því að fá myndir og nánari upplýsingar.

mánudagur, 20. júlí 2009

Hraðamet í Viðeyjarsundi bætt um 6 mín !

Sundleið Heimis. Ýtið á til að stækka

Í dag (20.7.2009) þreytti sjósundgarpurinn Heimir Örn Sveinsson Viðeyjarsund en sundleiðin er frá Viðeyjarbryggju inn í Reykjavíkurhöfn að flotbryggjunni við gamla slippinn. Þetta er leiðin sem Eyjólfur sundkappi og fleiri sundkappar syntu hér forðum og telst vera formlegt Viðeyjarsund. Í beinni línu er sjóleiðinni 4300m en Heimir synti 4610m

Heimir og Ísleifur spá í sjóinn
Þrátt fyrir talsverða norðan hliðaröldu meiri hluta leiðarinnar gerði hann sér lítið fyrir og synti leiðina á 1:01,57. Er þetta lang besti tíminn í sögu Viðeyjarsunds. Í fyrra synti Heimir Viðeyjarsund á 1:08,50 og var þá vafamál hvort það væri hraðamet. Heimir tók allan vafann af því og bætti fyrra met um 6 mín þrátt fyrir verri aðstæður en í fyrra.
sirka 200m frá Viðeyjarbryggju
Hlýtt var í veðri þegar Heimir lagði af stað kl 16:45. 18° og talsvert búið að lægja vind síðan fyrr um daginn, en vindur var 3-4 ms, NA. Heimir hafði vonast til að fá austan átt eins spáð var en það gekk ekki eftir.

Barist við hliðarölduna
Sjórinn var tilltölu lygn fram að Skarfaskeri. Þegar út að Laugarnesi var komið breyttist vindurinn meira í hreina norðan átt og jókst í 5-6 ms Hann fékk því talsverða hliðaröldu (sjá myndir) sem gerði það að verkum að hann rak í átt að landi og þurfti því að leiðrétta stefnum nokkrum sinnum. Heimir var reynslunni ríkari eftir fyrri sund og æfingar sumarsins og tókst á við hliðarölduna með því að fara fyrr með hendur undir vatnsyfirborðið í skriðsundinu og ná þannig að knýgja sig áfram með góðu undirtaki.
Rót við Hafnarminnið
Við tónlistarhúsið


Þegar nær dró höfninni varð sjórinn mjög órólegur vegna endurkast frá varnagarði. Sjórinn batnaði lítillega þegar inn í höfnina var komið og Heimir gat beitt sér betur og kláraði sundi með góðum endarspretti.

Seinustu tökin

Aðstoðarmenn Heimis í dag voru þau Birna Jóhanna Ólafsdóttir, Björn Ásgeir Guðmundsson og faðir Heimis, Sveinn Kjartan Baldursson. Skipstjórinn á bátnum, Ísleifur Friðriksson stjórnaði förinni eins og herforingi. Heimir vill þakka honum og aðstoðarmönnum fyrir frábæra fylgd.

Sveinn,Heimir,Ísleifur,Birna og Björn

Það er nokkuð ljóst að ef Heimir fær ákjósanlegar aðstæður þá á hann auðvelt með að verða fyrstur manna til að synda leiðina undir 1 klst.
Sjá fleiri myndir hér

Kona fyrst í Hríseyjarsundi

Á laugardaginn (18.07),syntu sex sjósundgarpar 3,2 km leið frá Árskógsandi og til Hríseyjar. Tilefnið var hin árlega Hríseyarhátíð. Benedikt Hjartar Ermarsundkappi ásamt fimm öðrum kláruðu sundið í 11° heitum og lygnum Eyjarfirðinum. Sjósundkonan Þórdís Hrönn Pálsdóttir var fyrst á tímanum 1 klst og 10 mín en hún var um leið fyrst af öllum til að synda frá landi til eyjar, en Viktora Breiðfjarðardrottning fór hina leiðina fyrir nokkrum árum. Til gamans má geta þess að þegar sundmenn voru komnir mark þá þurftu þeir að hlaupa upp í sundlaug til að ljúka tímatöku.

Eftir sundið tóku heimamenn sérlega vel á móti mannskapnum og leystu þau út með verðlaunapeningum og dýrindis mat.
Meira á mbl.is

fimmtudagur, 16. júlí 2009

Vel heppnuðu Íslandsmót SSÍ og Securitas í sjósundi lokið


Í gær lauk fyrsta Íslandmótinu í sjósundi. Mótið heppnaðist einstaklega vel. 65 keppendur stungu sér til sunds. Í karlaflokki var gríðalega hörð barátta um fyrstu sætin, bæði 1 km í 4 km sundinu. Konráð Hrafnkelsson var fyrstu í 1 km á tímanum 13:36 og kvenna var hún Hafdís Erla Hafsteinsdóttir fyrst á tímanum 14:43. Rússinn Vadim Forafonov vann 4 km eftir gríðalega baráttu við Heimi Örn Sveinsson. lengst af var Rússinn 50-70m á undan en Heimir náði að saxa á forskotið það voru ekki nema sirka 15 metrar á milli þeirra í lokinn. Sjósundgarpurinn Þórdís Hrönn Pálsdóttir var með afgerandi forystu kvenna flokki og endaði á tímanum 1:24,08.
Úrslitinn má sjá á síðu Sundsambandsins

Á síðu Jóns Svavarssonar ljósmyndara má sjá fullt af frábærum myndum.

Von er á ítarlegri umfjöllun í helgarsportinu kl 18:00 á föstudaginn.

Að lokum viljum við sem tóku þátt undirbúningi mótsins þakka Securitas og ITR fyrir frábært samstarf.

þriðjudagur, 14. júlí 2009

Undirbúningur gengur vel. Mynd af braut

Undirbúningur fyrir fyrsta Íslandsmótið í Sjósundi hefur gengið vel. Það stefnir í 50 þáttakendur og veðurspáinn er hagstæð. Í gær var brautinn sett niður. Hér fyrir ofan eru fyrstu drög af brautinni (ýtið á til að stækka). Ákveðið var að flytja rásmark nær varnagarði vegna grjóta. Eins og sést á mynd þá myndar brautinn þríhyrning til að koma í veg fyrir árekstra.

Í dag hefur verið talsverð fjölmiðlaumfjöllun:

Morgunútvarp Rás 2. Viðtal við Benedikt Hjartarson Ermarsund kappa

Samfélagið í nærmynd. Viðtal við Steinn og Hrafnkell

Stöð 2 Fréttir. Steinn,Benedikt,Heimir og Birna taka æfingu

Sjáumst öll á morgun.

mánudagur, 13. júlí 2009

Íslandsmótið í Sjósundi. Tímasetning og skráningar

Að gefnu tilefni þá skal ítrekað að mótið á miðvikudaginn er kl 17:00. Hægt verður að skrá sig á morgun og eitthvað fram eftir mótsdegi.

Í dag var brautinn sett niður. Mynd af braut kemur annaðkvöld á vefinn.

laugardagur, 11. júlí 2009

Skráning á Íslandsmótið í Nauthólsvíkinni

Nú er hægt að skrá sig á þáttökublað niðri í Nauthólsvík.

miðvikudagur, 8. júlí 2009

Íslandsmóts Securitas í sjósundi


Miðvikudaginn 15. júlí heldur Sundsamband Íslands Íslandsmót í sjósundi í samvinnu við Securitas.
Keppnin fer fram í Fossvoginum við Nauthólsvík og hefst stundvíslega kl. 17:00.
Í boði verða tvær keppnisvegalengdir: 1km og 4km.

Boðið verður upp á eftirfarandi flokka: karlar og konur, karlar og konur í Neoprene-sundfatnaði.
Veitt verða verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin í hvorum flokk og sá sem sigrar hlýtur nafnbótina Sjósundmeistari Íslands 2009.
Þátttökugjald er kr. 1000 fyrir 1km og kr. 1500 fyrir 4km. Þátttökugjald þarf að greiða á mótsstað a.m.k. einum klukkutíma fyrir keppni.
Hægt er að skrá sig með því að senda póst á sundsamband@sundsamband.is og verður opið fyrir skráningu frá 1.-13. júlí. Þeir sem taka þátt þurfa í skráningarpósti að tilgreina nafn, kennitölu og keppnisvegalengd sem er keppt í. Keppendur eru beðnir um að mæta tímanlega á mótsstað til að ganga frá keppnisgjaldi og fá skráningargögn.
Það skal ítrekað að keppendur bera ábyrgð á eigin þátttöku. Á staðnum verður öryggisbátur og brautargæsla.

Allir iðkendur sjósunds sem og aðrir sundmenn eru hvattir til að mæta og taka þátt.

Sjósundnefnd SSÍ