fimmtudagur, 16. júlí 2009

Vel heppnuðu Íslandsmót SSÍ og Securitas í sjósundi lokið


Í gær lauk fyrsta Íslandmótinu í sjósundi. Mótið heppnaðist einstaklega vel. 65 keppendur stungu sér til sunds. Í karlaflokki var gríðalega hörð barátta um fyrstu sætin, bæði 1 km í 4 km sundinu. Konráð Hrafnkelsson var fyrstu í 1 km á tímanum 13:36 og kvenna var hún Hafdís Erla Hafsteinsdóttir fyrst á tímanum 14:43. Rússinn Vadim Forafonov vann 4 km eftir gríðalega baráttu við Heimi Örn Sveinsson. lengst af var Rússinn 50-70m á undan en Heimir náði að saxa á forskotið það voru ekki nema sirka 15 metrar á milli þeirra í lokinn. Sjósundgarpurinn Þórdís Hrönn Pálsdóttir var með afgerandi forystu kvenna flokki og endaði á tímanum 1:24,08.
Úrslitinn má sjá á síðu Sundsambandsins

Á síðu Jóns Svavarssonar ljósmyndara má sjá fullt af frábærum myndum.

Von er á ítarlegri umfjöllun í helgarsportinu kl 18:00 á föstudaginn.

Að lokum viljum við sem tóku þátt undirbúningi mótsins þakka Securitas og ITR fyrir frábært samstarf.

Engin ummæli: