mánudagur, 20. júlí 2009

Kona fyrst í Hríseyjarsundi

Á laugardaginn (18.07),syntu sex sjósundgarpar 3,2 km leið frá Árskógsandi og til Hríseyjar. Tilefnið var hin árlega Hríseyarhátíð. Benedikt Hjartar Ermarsundkappi ásamt fimm öðrum kláruðu sundið í 11° heitum og lygnum Eyjarfirðinum. Sjósundkonan Þórdís Hrönn Pálsdóttir var fyrst á tímanum 1 klst og 10 mín en hún var um leið fyrst af öllum til að synda frá landi til eyjar, en Viktora Breiðfjarðardrottning fór hina leiðina fyrir nokkrum árum. Til gamans má geta þess að þegar sundmenn voru komnir mark þá þurftu þeir að hlaupa upp í sundlaug til að ljúka tímatöku.

Eftir sundið tóku heimamenn sérlega vel á móti mannskapnum og leystu þau út með verðlaunapeningum og dýrindis mat.
Meira á mbl.is

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hér er um miskilning því að synt var frá Landi og til Hríseyjar. Um tvíþraut vbar að ræða þar sem hlaupið var frá fjörunni og upp í sundlaug.
Bennih

Nafnlaus sagði...

Hvenær koma lofaðar myndir