fimmtudagur, 2. ágúst 2007

Íslandsmet í sjósundi á Viðeyjarsundi

Á mánudaginn synntu um 30 manns til Viðeyjar. Ekki er vitað til þess að svo margir hafi synnt í einu til Viðeyja og telst þetta því Íslandsmet. Sundið vakti talsverða fjölmiðla athygli og hér úrdráttur úr Morgunblaðinu þar sem skipuleggjari sundsins, Benni tjáir sig aðeins.


"ÞAÐ þykir skemmtilegt að hafa synt út í Viðey og marga hefur langað að gera það en ekki haft tækifæri til þess, þannig að ég ákvað að hóa öllum saman og fara í eina góða ferð," segir Benedikt Hjartarson sundkappi, sem stóð fyrir hópsundi frá Sundahöfn út í Viðey í gærkvöldi. Hann segir sjósundiðkun hafa aukist gífurlega í sumar og er það ekki furða að mati Benedikts, því fáar íþróttir toppi vellíðunartilfinninguna sem fari um líkamann allan í marga daga eftir rækilegan sprett í sjónum.
Á fjórða tug karla og kvenna tók þátt í sundinu í gær og var það meira en Benedikt vænti, en hann hafði óttast, að veðrið drægi kjarkinn úr mörgum. Mikil stemning myndaðist á sundinu og þótt getustig hópsins spannaði allan skalann var reynt að halda hópinn og hjálpast að.




















Engin ummæli: