þriðjudagur, 21. ágúst 2007

Synt út í Viðey á mánudaginn

Mánudaginn 27. ágúst mun sjósundfélag Landsbankans standa fyrir hópsundi út í Viðey. Sundið hefst kl 18:00 og eru allir iðkendur sjóbaða og sjósunds hvattir til að mæta. Meira um þetta á www.sjosund.com

Nokkur góð ráð fyrir sundið:

  • Gott er að drekka sterkan íþróttadrykk (sérblandaður) 2 til 3 tímum fyrir sund. Kemur í veg fyrir kólnun.
  • Synda alltaf minnst tveir saman (það er nóg af fólki þarna til að synda með). Tala reglulega saman á leiðinni.
  • Ef eitthvað kemur fyrir þá er röddin það fyrsta sem klikkar og félagarnir geta bent hjálparbátnum á að þeir þurfi aðstoð. Höfum gaman saman.

1 ummæli:

Unknown sagði...

Saknar einhver neoprenhanska og hettu frá því í gærkvöld við Sundahöfn? Fann tvö pör af hönskum og hettu í Klettagörðum. Vinsamlegast hringið í Olgu s 8206620.