föstudagur, 3. ágúst 2007

Æfingartímar

Í sumar höfum við haft fastan tíma í Nautholtsvíkinni á miðvikudögum og föstudögum kl 18:00. Fullt af nýju og efnilegu fólki hefur komið og stundar sjósundið af miklum dugnaði og áhuga. Við mælum eindregið með að núverandi iðkendur dragi með sér nýtt fólk og kynni því fyrir sjósundinu. Mikilvægt að við hjálpum nýliðum við að komast yfir erfiðasta hjallann og leiðbeinum því.

Og að lokum, aldrei að fara einn í sjóinn. Höfum gaman og syndum saman :)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Frábær siða hjá þér Heimir og gaman verður að sjá hvernig henni vindur fram.