Í vor festi Heimir Örn kaup á íbúð í Sjálandshverfinu í Garðabæ. Ekki leið langur tími þar til Heimir fékk hugmynd um að synda heim til sín. Það varð að veruleika í gær (16.08.2007) en Heimir synti ásamt Ermasunds félögu sínum, Stefáni Karli þjálfara og Ermasundsgarpinum Benedikti Hjartarsyni, frá Nauthólsvík inn í Sjálandshverfið í Garðabænum sem er 3,9 Km.
Áætlun okkar var að synda meðfram Fossvogsströndinni R.v.k. megin og beygja rétt út fyrir flugbraut inn að Kársnesi til að ná aðfalls straumnum inn á Arnarnesvoginu og koma síðan í land inn í tilbúnu víkina í Sjálandshverfinu í Garðabænum. Einnig ætluðum við að láta Benedikt byrja 10 mín á undan Heimi og Stefáni og synda hann síðan uppi við Kársnesið. Bátur frá björgunarsveit Kópavogs átti síðan að fylgja okkur að Benedikti.
Benedikt lagði á stað kl 17:48 en H og S fóru á stað kl 18:00. Ekki gekk áætlunin betur en svo að Benedikt fór mun utar en H og S. Hann beygði ekki inn fyrr en hann var kominn upp að dæluhúsinu við Skeljanes. Spurning hvort hann hafi haldið að við værum að fara til Akranesar :) Þegar hann beygði inn voru Heimir og Stefán komnir framhjá Kársnesinu og því um 500 metra á undan Benedikti. Þá ákváðu björgunarsveitarmenn að kalla á annan bát til að geta fylgst betur með okkur.
Þegar komið var út fyrir Kársnesið var komið nokkuð mikið rót á sjónum og erfitt að átta sig á öldunum sem gerði öndunina erfiðari í skriðsundinu. T.d. gat Heimir lítið tekið við orkudrykkjum úr bátnum vegna sjódrykkju. Þegar um 1000 metrar voru eftir var Stefán byrjaður að dragast aftur úr Heimi vegna þreytu og kulda. Hann ákvað því að koma að landi út á Sjálandstanganum á meðan Heimir kláraði leiðina heim og synti út fyrir Sjálandstangann og inn í tilbúnu víkina sem er við leikskólann í Sjálandshverfinu kl 19:10(sjá mynd) eftir 1 klst 10 mín sund. Benedikt og Stefán enduðu á Sjálandstanganum þar sem pólskir vinnumenn tóku vel á móti þeim og leyfðu þeim að hita sig upp í vinnuskúrnum þeirra. Eflaust hefur þetta brotið upp vinnudaginn hjá þeim að sjá þrjá svala furðufuga koma syndandi inn Arnarnesvoginn :) Benedikt var 1 klst og 30 mín í sjónum en Stefán sem stóð sig frábærlega miðað við tiltölulega litla sjósundþjálfun var 1 klst í sjónum.
Þótt áætlunin hefði aðeins farið úr skorðum og æskilegra og ekki síst skemmtilegra ef allir hefðu klárað á sama staðnum þá gekk þetta vel og sundið tekið í reynslubankann.
Nú þekkjum við leiðina betur þegar Heimir fer í vinnuna ! :)
Við viljum þakka
Björgunarsveit Kópavogs fyrir frábæra bátafylgd og við hvetjum alla til að kaupa flugelda af þeim fyrir næstu áramót.
Helstu tölur og sundleið:
Sundleiðin er 3,9 km og sjóhiti á leiðinni var frá 11,5 - 12,0 gráður C .Útihitastig var 12 gráður C og vindur 7 m/s.
Hér erum þeir Heimir, Benedikt og Stefán Karl að leggja á stað, klárir í slaginn:
Heimir og Stefán á sundi:
Heimir tekur seinustu tökinn heim:
Heimir fagnar ógurlega og er ánægður að vera kominn heim eftir erfiðan sund og vinnudag :)
Stefán og Heimir bera saman bækur sínar eftir sundið:
Benedikt, Sigrún (kærasta H.)og Auður (móðir H.) við vinnuskúrinn þar sem pólsku vinnumennirnir tóku vel á móti strákunum:
Sjá má fleiri myndir á heimasíðu Heimis og myndir eru væntanlegar á heimska.com
3 ummæli:
Það held ég að sé flott og hvað næst
Sundið frá Skarfakletti út í Viðey er mánudaginn 27. ágúst eru ekki allir með. endilega látið vita og fjölmennum.
Enn önnur fjóður í hattinn!! Og Benedikt - looking sexy in shark suit!
Skrifa ummæli