Vegna flóðs og fjöru 1. janúar 2009 hefur verið ákveðið að breyta tíma vegna Nýárssunds. Við munum því vera með opið kl. 11 - 13. Mælum eindregið með því að allir mæta á sama tíma og fari saman út í. Þannig hefur sundið alltaf verið og er miklu skemmtilegra bæði fyrir fjölmarga áhorfendur og stemmingssundmennina. Mætum því öll kl 11 og förum út í kl. 11.20. Við bætum örugglega metið sem var 63 ef ég man rétt.
Opið verður mánudaginn 22. desember kl. 17 - 19 og mun það vera síðasta opnun á góðu sjósundsári 2008.
fimmtudagur, 18. desember 2008
Breyttur tími á Nýársundi
miðvikudagur, 10. desember 2008
Fjölbreytt dagskrá í desember
Ylstrandargestir komu með þá góðu hugmynd að vera með bókaupplestur í desember og hafa þeir Stefán Máni, Þráinn Bertelsson og Hörður Torfa.
Nú er aftur á móti komið að konunum og mun Margrét Pála vera með upplestur miðvikudaginn 10. desember, viku síðar eða þann 17. desember munu þær Yrsa Sigurðardóttir og Auður Jónsdóttir lesa upp úr bókum sínum. Þann dag mun Ylströndin bjóða uppá Kakó og eitthvað góðgæti. Síðasta opnun fyrir jól er 22. janúar og mun Ylströndin hafa lokað fram til 1. janúar en þá verður Nýárssund milli kl. 13 - 15.
10. desember - Margrét Pála les upp úr bók sinni "Ég skal vera Grýla".
17. desember - Auður Jónsdóttir les upp úr bók sinni "Vetrarsól" og Yrsa Guðmundsdóttir les úr bók sinni "Auðnin". Starfsfólk Ylstrandar bíður uppá kakó og góðgæti.
22. desember - opið kl. 17 - 19 síðasta opnun fyrir jól "Gleðileg jól".
1. janúar - Nýárssund kl. 13 - 15.
þriðjudagur, 25. nóvember 2008
Sjósundfólk heiðrar í lokahófi Sundsambandsins
Benedikt Hjartarson var veitt viðurkenning vegna sunds hans yfir Ermarsunds í sumar. Einnig fékk 10 manna fylgdarhópur og boðsundsveit sérstaka viðurkenningu frá SSÍ. Þá fékk Benedikt einnig silfurmerki SSÍ en um silfurmerki SSÍ segir í reglugerðum sambandsins: “Silfurmerki SSÍ skal veita þeim sem unnið hafa framúrskarandi gott starf að málefnum sundhreyfingar og hafa komið fram fyrir hönd Íslands á alþjóðlegum vettvangi sundhreyfingar. Einnig skulu sundmenn sem náð hafa viðurkenndum alþjóðlegum árangri hljóta silfurmerkið – og þar með allir þeir sem keppt hafa í sundi á Ólympíuleikum fyrir Íslands hönd.
fimmtudagur, 20. nóvember 2008
Sjósundið í Nauthólsvíkinni fær athylgi hjá BBC
Auknar vinsældir sjósunds í Nauthólsvíkinni hefur vakið athygli erlenda fjölmiðla. http://news.bbc.co.uk/2/hi/programmes/crossing_continents/7737229.stm
Í gær kom Stefán Máni rithöfundur og las úr nýjustu bókinni sinni Ódáðahraun. Stefán Máni er sjálfur mikill sjósund nagli en vegna kvefs gat hann ekki farið í sjóinn í þetta sinn.
sunnudagur, 5. október 2008
Vetrartími í sjósundinu
Þótt vetur sé kominn með tilheyrandi snjó og frosti þá verður Nauthólsvíkin opin í allan vetur á mánudögum og miðvikudögum kl 17:00 - 19:00
föstudagur, 12. september 2008
Skarfaklettsviðeyjarsund í dag kl 17.00
Í dag (föstudagur) verður synt Skarfaklettsviðeyjarsund. Sundið hefst kl 17:00 við skarfaklett og eru allir iðkendur sjóbaða og sjósunds hvattir til að mæta. Sundið er um 1900m fram og til baka.
Synda alltaf minnst tveir saman (það er nóg af fólki þarna til að synda með). Tala reglulega saman á leiðinni.
Ef eitthvað kemur fyrir þá er röddin það fyrsta sem klikkar og félagarnir geta bent hjálparbátnum á að þeir þurfi aðstoð.
þriðjudagur, 2. september 2008
fimmtudagur, 21. ágúst 2008
Keppni í 10 km sundi á Ólympíuleikunum

Á þessari síðu http://www.10kswimmer.com/ má finna allt um þetta.
sunnudagur, 17. ágúst 2008
Bakarinn syndir Drangeyjarsund ósmurður


laugardagur, 16. ágúst 2008
Benni synti Drangeyjarsund í dag !
mánudagur, 11. ágúst 2008
1 km braut í Nauthólsvík
laugardagur, 2. ágúst 2008
Benni fer aftur í sjóinn :)

föstudagur, 1. ágúst 2008
Heimir syndir Viðeyjarsund á mettíma !
Í gær (31.07.08) kláraði ég ( Heimir Örn) formlegt Viðeyjarsund þ.a.s frá Viðeyjarbryggju inn í Reykjavíkurhöfn að flotbryggju við hvalaskoðunarbásana. Þetta er leiðin sem Eyjólfur sundkappi og fleiri sundkappar syntu hér forðum og telst vera formlegt Viðeyjarsund.

Þegar ég stakk mér út í frá Viðeyjarbryggju kl 17:21 var talsverð hliðaralda v. norðvestan vindáttinar, (4 ms) sem gerði mér erfitt fyrir til að byrja með. Sundtök breingluðust og ég þurfti að beita mér öðruvísi í öndunni vegna hennar. Eins og sést á myndinni af sundleiðinni hér fyrir ofan þá var ég að reka dáldið til hliðar en leiðrétta stefnuna með því að synda upp í ölduna. Þetta leiðir til þess að ég er að sikk sakka. Hliðaraldan batnaði eftir sem ég kom nær Rvk höfn og ég gat haldið betur beinni línu. Ég synnti inn í nokkra kalda strauma og heilu torfunar af marglyttum og fékk eitt bit fyrir vikið.

Ég fékk einu sinni drykk á leiðinni en náði lítið að drekka vegna þess hversu bumbult mér var. Þar klikkaði ég aðeins því ég var að sotra kolvetnisdrykk fram á seinustu stundu sem leiddi til þess að ég var með ælinu í hálsinu fyrstu 30 mín.

Seinustu 500m synti ég á hámarkstempói og kláraði mig alveg. Fékk sinadrátt frá tá og upp í rass strax eftir sundið :)
Þrátt fyrir rek og hliðaröldu náði ég að halda góðu tempói og ég synnti leiðina, 4,8 km, á mettíma, 1:08,50. (Staðfest af GPS tæki báts og GPS í Nokia N95 símanum). Leið bátsins var 5,2 km. Bein lína er sirka 4,3 km þannig að mér skeikaði um 500 m vegna aðstæðna.
Ég synti í Point Zero swimskin (no neonfrean) sem er sérhannaður fyrir Open Water sund. Síðan var ég með venjulega sundhettu og Tyr sundgleraugu. Ekkert neonfrean eða hitaeinangri efni. Ég smurði hálsin og undir hendur með Channel Grease sem er blanda af Lanólíni og vanselíni.


Fylgdarbáturinn kom frá Björgunarsveit Kópavogs og þeim fylgir Sverrir Örn Jónsson, Árna Björg Árnarsdóttir og Anna Guðný Einarsdóttir. Þakka þeim fyrir frábæra bátafylgd. Allir að kaupa flugelda næstu áramót hjá þeim.
Heimir synti Viðeyjarsund á mettíma !
Í dag kláraði Heimir Örn formlegt Viðeyjarsund þ.a.s frá viðeyjarbryggju inn í Reykjavíkurhöfn að flotbryggju við hvalaskoðunarbásana. Þetta er leiðinn sem Eyjólfur sundkappi synti hér forðum og telst vera formlegt Viðeyjarsund.
Meira um þetta á morgun.
laugardagur, 26. júlí 2008
Synt til Bessastaða
Starfsmenn Ylstrandarinn í Nauthólsvíkinni stóðu fyrir Bessastaðasundi.
Sjá meira hér http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4398274/4
þriðjudagur, 8. júlí 2008
sunnudagur, 29. júní 2008
Vel heppnuðu æfingasundi lokið
Vel heppnuðu æfingasundi við erfiðar aðstæður frá Hafnarfjarðarhöfn að bauju, út fyrir Straumsvík og til baka aftur er nú lokið. Sjá meira hér
laugardagur, 28. júní 2008
Æfingasund í stað Akranessund vegna veðurs og sjólags
það er áskorun að stunda sjósund á Íslandi. Fyrir utan kaldan sjóinn er veðurfar risjótt og ekki hægt að treysta á veðurspár langt fram í tímann en hún hefur breyst til hins verra frá því á föstudaginn. Það er spáð NA 8-15 ms á Faxaflóanum sem þýðir mjög úfinn og slæman sjó á móti og því glórulaust að reyna við Akranessund. Tekin verður stöðufundur kl 09:30. Þá verður tekin ákvörðun um annað og styttra æfingasund.
Inn á síðunni http://sportstracker.nokia.com/nts/main/index.do verður hægt að fylgjast með staðsetningu sundsins. Á landakorti á forsíðu er rauði blikkandi depilinn yfir Íslandi valinn. Síðan þarf að velja S (Satellite view) á stiku.
Fylgist með á http://www.ermarsund.com/
föstudagur, 27. júní 2008
Akranessund 29. júlí
Á sunnudaginn 29. júlí stefnir sjósundlandslið Íslands og Benedikt Hjartarsson á að synda til Akranesar og til baka aftur ef veður og sjólag leyfir. Sundið er liður í undirbúningi fyrir Ermasund 2008
laugardagur, 14. júní 2008
Hressandi sprettur úr Engey í stað Viðeyjarsunds

Hvít frissandi sjórinn vætti í mönnum
Bátur frá Björgunarsveit Kópavogs sigldi með okkur út að Engey og Heimir og Dáni hófu sundið á því að snerta eynna áður en lagt var á stað. Fyrstu 1000m voru erfiðir sökum mikilla hliðaröldu og Heimir gerði þau mistök að synda of mikið upp í hana. Þar af leiðandi lennti hann mun innar, í áttina að Örfyrisey.

Barist við hliðarölduna
Heimir slakaði aðeins á eftir báráttuna við hliðarölduna en þegar hann sá hafnarminnið í Rvk tók hann góðan endasprett að gestahöfninni við Sægreifann í RVK. Dáni kom síðan sirka 200m á eftir Heimi.

Heimir kíkir upp fyrir myndatöku
Eins og sést á myndum þá synti Heimir í Blueseventy point Zero swimskin galla sem er löglegur sjósundgalli (Open Water - non-wetsuit legal swims)og inniheldur ekki hitaeinangri efni. Alveg hreint út sagt frábær swimskin galli. Heimir mælir eindregið með honum fyrir keppnismenn í sjónum.

Heimir að loknum sundi í Point Zero non-wetsuit legal swims sundgallanum sínum
Leiðinn var sirka 2400m og Heimir fór hana á 37,10 mín sem er sæmilegur og kannski eðlilegur tími miðað við aðstæður. Líklega er þetta besti tími sem Íslendingur hefur synt í Engeyjarsundi ! Erfitt var að átta sig á RVK höfn enda í fyrsta skiptið sem Heimir og Dáni syntu þessa leið. Einnig var nýting takana ekki nægilega góð hjá Heimi þ.a.s spólaði og fann ekki takið nógu vel. Þetta fer í reynslubankann fyrir komandi sund í sumar.
Heimir og Hálfdán ánægðir eftir stuttan en hressandi sprett í sjónum
Við viljum þakka Björgunarsveit Kópavogs fyrir frábæra bátafylgd. Einnig vill Heimir þakka Kristni fyrir góða ráðgjöf, Benna og Birnu fyrir hvatninguna og síðan ekki síst Dána fyrir bregðast aldrei sem sundfélaga í sjónum. Fleiri myndir hér
sunnudagur, 8. júní 2008
Undirbúningur fyrir Ermasund 2008
Undirbúningur fyrir Ermasundið stendur nú sem hæst. Meðlimir boðsundsveitar og einstaklingsund (Benedikt) leggja hart að sér við æfingar í sjó og í sundlaugum höfuðborgarsvæðisins.
Í gær (laugardagur 7. júní) kláraði Benedikt 6 klst undirbúningsund fyrir Ermasundið. Sjá meira um það á http://ermasund.blogspot.com/
Kristinn, Hrafnkell og Birna skelltu sér í sjóinn út við Álftanesið sama dag og á sunnudaginn gerði Hálfdán sér lítið fyrir og synti yfir Hvalfjörðinn.
Þann 20 júní er stefnt á að liðið taki æfingasund til Akranesar og til baka aftur. Þar gefst tækifæri til að stilla saman strengi boðsundsveitarinnar og laga það sem þarf að laga áður en lagt er í Ermasundið.
Til gamans má geta þess að föstudaginn 6. júní undirrituðu Heimir og Benedikt, fyrir hönd Sjósundlandsliðs Íslands, samstarfsamning við Lyfju. Báðir aðilar hugsa sér gott til þessa samstarfs og vona að hann geti orðið til farsældar.
Samstarf hefur tekist við Landsbankann en ekki hefur verið gengið frá undirritun samstarfssamnings vegna anna.
http://ermasund.blogspot.com/ verður opinbera síða Ermsundsins. Framvegis verða allar færslur tengdar leiðangrinum færðar inn á síðuna. Þessi síða mun halda áfram sem almenn síða um sjósundmenn Íslands.
mánudagur, 12. maí 2008
Ermasund síða Benedikts er kominn aftur í gang !
Ermasund síða Benedikt er nú kominn aftur í gagnið. Til að byrja með mun Benedikt greina frá æfingu sínum og fl. -> http://ermasund.blogspot.com/
laugardagur, 10. maí 2008
Ermarsund 2008. Benedikt Hjartarson ásamt fyrsta Landsliði í Sjósundi
Fyrir dyrum er leiðangur Íslendinga með það að markmiði að „sigra Ermarsundið“ sem er metnaðarfull tilraun til að vinna íþróttaafrek sem Íslendingar hafa ekki unnið til þessa. Sund yfir Ermarsundið er erfitt og áhættusamt. Gríðarlegar æfingar og mikil undirbúningsvinna liggur að baki leiðangrinum þar sem fyrrv. landsliðsþjálfari í sundi og fleiri þjálfarar og skipuleggjendur leggja hönd á plóg.
Sjósundsmennirnir eru opinbert landslið Íslands í sjósundi (Icelandic Open Water Team) og samanstendur af reyndum sjósundmönnum, fyrrv. landsliðsmönnum í sundi og einum pólfara.
Efri röð frá vinstri: Björn Ásgeir Guðmundsson (boðsundsveit), Kristinn Magnússon (boðsundsveit), Hálfdán Freyr Örnólfsson (boðsundsveit), Heimir Örn Sveinsson (boðsundsveit), Fylkir Þorgeir Kjeld Sævarsson (boðsundsveit), Ingþór Bjarnasson (farastjóri) og Stefán Karl Sævarsson (Aðstoðarm og varamaður í boðsundsveit)
Neðri röð frá vinstri: Sigrún Matthíasdóttir (varamaður í boðsundsveit),Hrafnkell Marinósson (boðsundssveit), Birna Jóhanna Ólafsdóttir (boðsundsveit), Hilmar Hreinsson (boðsundsveit),Benedikt Hjartarson (einstaklingsund -> Ermasund 2008)
Undirbúningur leiðangursins hófst síðastliðið sumar, þegar ljóst var að Benedikt Hjartarsyni hefði ekki tekist að synda yfir Ermasundið, þrátt fyrir hetjulegar tilraunir. Grunnhugmyndin er sú að Benedikt Hjartarson hefur fyrsta sundrétt – þ.e. er tryggður réttur til þess að gera tilraun að því að synda Ermarsundið. Í kjölfarið kemur boðsundsveit Íslendinga og syndir yfir til Frakklands og aftur til Englands. Hópurinn vinnur saman sem ein heild með það að markmiði að bæði Benedikt og boðssundssveitin nái takmarkinu. Nú þegar hefur verið keyptur sundréttur og tryggt besta fáanlega aðstoðarfólk í Bretlandi, fylgdarbátur, æfingaraðstaða o.s.frv. Með þessu móti aukast líkurnar á því að árangur náist. Benedikt hefur með þrautseigju sinni og elju sannarlega unnið sér réttinn til að reyna fyrstur yfir Ermarsundið og boðssundssveitin styður fyllilega við bakið á honum.
Nokkur fróðleikskorn um meðlimi Sjósundlandsliðsins:
- Tveir úr hópnum, Fylkir Þorgeir Kjeld Sævarsson og Kristinn Magnússon eru þeir einu í heiminum sem hafa synt yfir Þingvallavatn
- Kristinn hefur einnig synt tvisvar sinnum Drangeyjarsund, og eini núlifandi Íslendingur sem hefur synt frá Vestmannaeyjum og í land.
- Benedikt Hjartarson er annar Íslendinga til að synda um 15 km leið frá Nauthólsvík og inn í Hafnarfjörð. Það tók hann um 6 klst að synda leiðina.
- Farastjóri hópsins, sálfræðingurinn Ingþór Bjarnarson er mikil skíðagöngugarpur og hefur farið yfir Grænlandsjökul, á Suðurskautið og hálfa leiðina á Norðurskautið í frægri ferð.
Í 8 manna boðsundsveitinni eru allir í Sundfélagi Hafnarfjarðar nema Björn Ásgeir en hann er frá sundfélaginu Ægi. - Haustið 2006 tóku Heimir, Benedikt, Birna, Hilmar og Hrafnkell þátt í auglýsingu og syntu í Jökulsáarlóninu. Þar slóu þau heimsmet með því fara 14 sinnum út í 0,9 gráður heita jökulónið, mest 6 mín í einu.
- Björn Ásgeir er hefur mestu reynslu í sjósundinu og ber t.d. ábyrgð á því að Kristinn hóf sinn sjósundferil
- Annar reynslubolti, Birna Jóhanna Ólafsdóttir er eina konan í boðsundsveitinni. Hún hefur synnt ótal sjósund og er tvímælalaust sjósundrottning Íslands í dag.
- Hálfdán er sá eini sem hefur synt frá eyjunni Skrúð og í land.
- Stefán,Sigrún,Kristinn, Hálfdán og Heimir eiga sameiginlegt að hafa æft keppnissund á sínum yngri árum.
Það eru góðar líkur á að þessi úrvalshópur ásamt Benedikt Hjartarson takist ætlunarverk sitt og standi sigurreifir á Frakklands og Englandsströndum.
Á fimmtudaginn kom hópurinn í fyrsta skiptið saman í Nauthólsvíkinni. Veðrið lék við hópinn þegar hann mátaði galla,fór í myndatöku og nokkrir úr liðinu skelltu sér í sjóinn Sjá hér
sunnudagur, 20. apríl 2008
Opið á föstudögum
laugardagur, 12. apríl 2008
Ermasund 2008
Eftir mikla vinnu og pælingar í vetur er það nú orðið nokkuð ljóst að Benedikt Hjartason ætlar að reyna aftur við Ermasund í sumar. Hann verður ekki sá eini því heilt 8 manna lið, Landsliðið í sjósundi, mun fylgja honum út og reyna synda fram og til.
laugardagur, 9. febrúar 2008
Lewis Gordon Pugh
miðvikudagur, 6. febrúar 2008
Vetratíð í sjósundinu
Þrátt fyrir að klærnar vetrarins hafi sýnt sig með snjó og frosti þá hefur fjöldi sjósundfólks stundað sjóboð seinustu vikur og mánuði. Á mánudaginn kom Kastljósið í heimsókn
Sjórinn hefur stundum farið fyrir neðan frostmarkið og í gær þurftum við að ýta klökunum frá til að svamlað eilítið í -1,5 heitum sjónum ...
Birna, Benedikt og Heimir svamla á milli ísjakana
Fleiri myndir
þriðjudagur, 8. janúar 2008
Gleðilegt nýtt ár og Nýárssund 2008
Viljum óska öllum sjósundmönnum gleðilegs nýs árs og þakka fyrir það liðna.
Árið 2008 byrjaði vel þegar rúmlega 60 manns tóku þátt í Nýárssundi í Nauthólsvíkinni
Hér má sjá myndir