laugardagur, 15. ágúst 2009

5 tindar menn syntu 5 eyjar og Lafleur Drangey

Það var stór sjósunddagur í dag. 5 tinda menn syntu 5 eyjasundið og Benedikt S. Laflaur gerði sér lítið fyrir og kláraði Grettissund (Drangeyjarsund) en fyrir ári síðan hafði hann reynt nokkrum sinnum án árangurs. Með Laflaur var konan Sarah-Jane Emily Card og var hún þá fyrsta konan til að synda Grettissund. Ekki eru komnar fram upplýsingar um útbúnað,hitastig sjávar eða veðurfar á meðan sundinu stóð. Sjá meira á MBL.is

5 eyja sundið gekk vel í góðu aðstæðum. Synti voru alls 11 km (óstaðfest). Það kláruðu ekki allir en 5 manns lukum við sundið. Stoppað var í eyjunum á milli sunda og veitingar þáðar. Kemur væntanlega meira um þetta á 5tindar

Engin ummæli: