þriðjudagur, 18. ágúst 2009

Umræða um reglur og myndir

Með aukinni iðkun sjósund hefur skapast talsverð umræða um almennar og sérhæfar sjósundreglur og fyrirkomulag langsunda á Íslandi samanber Drangeyjarsund.

Fyrir nokkrum árum voru búnar til leiðbeiningar um sjósundiðkun og þær má nálgast inn á vef Sundsambandsins -> Öryggi í sjósundiðkun. Þessar sömu reglur eru upp á vegg í þjónustuhúsi Nauthólsvíkinnar. Við mælum eindregið með því að fólk kynni sér þær og reyni eftir fremsta megni að fara eftir þeim.

Sjósundnefnd Sundsamband Íslands er nú að skoða hvernig hægt verði að setja reglur í helstu og frægustu sundum á Íslandi.

Alþingiskonan Sif Friðleifsdóttir er virk sjósundkona og er dugleg að taka myndir. Á heimasíðu hennar, http://www.siv.is/ eru oft myndir og meðal annars frá Hópsundi Lyfju þann 10. ágúst

Einnig eru myndir frá Jóni Svavars á motivmedia.123.is

Að lokum viljum við minna fólk á Skarfaklettsviðeyjarsundið á föstudaginn 21. ágúst kl 17:00 .

1 ummæli:

Gio Ve sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.