sunnudagur, 9. ágúst 2009

Brotið blað í Íslandsögunni !

Í gær var brotið blað í íslandsögunni þegar þrír þreyttu Drangeyjarsund og einn Grettissund samtímis. Sjósundkapparnir Heimir Örn Sveinsson, Þórdís Hrönn Pálsdóttir, Þorgeir Sigurðsson og Skagfirðingurinn Heiða Björk Jóhannsdóttir.

Ljóst er að þetta var mikið afrek hjá þeim öllum og mörg Íslandsmet slegin þetta kvöld. Í fyrsta lagi voru þetta fyrstu konurnar til að klára Drangeyjarsund, í öðru lagi er Heiða yngsta konan(Axel Kvaran var 18 ára þegar hann synti Drangeyjarsund) og sú eina til að synda baksund alla leið, í þriðja lagi er Þorgeir sá elsti og einn af fáum án þess að fá nokkra næringu á leiðinni og að lokum var Heimir sá fljótasti til að synda Grettisundið til þessa en hann synti á tímanum 1 klukkustund og 36 mínútum og bætti metið um rúmar 30 mín. Heimir á einnig metið í Viðeyjarsundi 4,6 km sem hann sló nýlega (1:01,57).

Þorgeir synti á tímanum 2,26 klst en það er besti tíminn þeirra sem hafa synt milli eyju og lands og ekki verið í neon-freon galla. Heiða Björk synti á tímanum 2,30 klst. Síðust í land var Þórdís Hrönn sem er núverandi Íslandsmeistari í 4km sjósundi var önnur konan til þess að synda þessa vegalengd og var 4 mínútum á eftir Heiðu.

Heimir hóf sundið frá uppgönguvíkinni í Drangey en hin þrjú byrjuðu frá sandfjörunni sunnan megin í eyjunni. Heimir synti því um 800 metrum lengra en lengd sundsins var 7,2 km (GPS mæling). Meðalhraði Heimis var 4,5 km/klst, en tölur um vegalengd vantar fyrir hina aðilana.

Heimir Örn var ósmurður í neon frean þríþrautargalla, en Þórdís Hrönn, Þorgeir og Heiða Björk voru í sundkeppnisgöllum (no neon frean) ásamt því að vera smurð með hitaeinangrandi smyrsli (Lanólin blanda). Þau voru með teipaða saman fingur til að koma í veg fyrir að missa gripið þegar kólnun byrjar að gera vart við sig.

Aðstæður voru eins og best verður á kosið, spegilsléttur sjór og 14 stiga hiti. Sjávarhiti var um 10-11° (óstaðfest).

Von er á myndum og fleiri upplýsingum um þessi stórmerkilegu sund.

Einnig hægt að sjá á http://www.feykir.is/

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til að hafa sem flestar staðreyndir réttar./þorgeir

Ég er ekki viss um hvort og hverjir af gömlum mönnunum sem syntu drangeyjarsund hafi fengu drykk eða aðra næringu úr bát. Ég veit að Axel Kvaran segist ekki hafa gert það og heldur að það hafi gilt um aðra einnig. Þeir sem nýlega hafa synt hafa allir fengið drykki úr bát á sundinu en ég var líklega ekki sá fyrsti sem afþakkaði það.

Varðandi tímana okkar er líklega 5 mínútna skekkja í þeim. Tímarnir voru ekki teknir á skeiðklukku, heldur á venjulegt úr. Heiða var hinsvegar með Garm á hendinni sem líklega er nákvæmur og hennar tími var 2:30, minn tími var þá líklega 2:26 og tími Þórdísar var 2:34

Þorgeir GSM 847 0742

Heimir sagði...

Takk fyrir þetta. Við leiðréttum tímana

Nafnlaus sagði...

Til viðbótar við það sem ég sagði áður er öruggt að Grettir sjálfur fékk enga næringu úr bát:)

Um Grettisund og Drangeyjarsund.

Kristinn sem synti áður á mjög góðum tíma í sams konar búningi(sama búning?)synti einmitt úr uppgönguvíkinni og e.t.v. væri rétt að segja frá því.

Ég held ekki að það sé mjög gamalt að gera greinarmun á Grettissundi og Drangeyjarsundi(gætirðu bent á einhverjar tilvísanir um það?). Í Grettissögu er ekkert sagt um það hvaðan Grettir synti og eyjan hefur breyst mikið frá tímum hans.

Ég veit að núna leggja menn bátum í Uppgönguvík og ganga þaðan upp á eyjuna en áður var útgerð stunduð úr fjörunni þaðan sem við syntum. Heldurðu að Grettir hafi ekki komist þangað?

Í Grettissögu er sagt að Grettir hafa fitjað saman fingur sína. Við prófuðum að líma saman fingur með límbandi. Ég límdi litla fingur við næstu tvo fingur en ég er óviss um að þetta geri gagn. Gripið er alveg jafn gott eftir að gliðnar á milli fingranna sem gerist í kulandum.


Þorgeir

Heimir sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Heimir sagði...

Til hamingju aftur með afrekið þorgeir. Það eru ekki margir á þínum aldri sem leika þetta eftir.

Eyjólfur,Axel Kvaran og fl töluðu allir um Grettisund og Drangeyjarsund og gerðu greinarmun þar á.

Búningur sem ég var í var ekki sá sami. Ég var í mun nettari og þynnri neofrean búningur sem sérhannaður fyrir þríþrautar og langsundkeppnir erlendis. Hraði minn í Grettissundinu var svipaður og í Viðeyjarsundinu en þar synti ég í samskonar sundfötum og þú varst nú í. Hraðinn minn er minni eigin sundgetu að þakka, ekki búningum.

Kristinn synti sömu leið á 2 klst 7 mín. Kristinn synti aftur ósmurður frá landi og út í Drangey í 9° heitum sjóum. Hann lenti í miklu vandræðum með hliðaröldu og strauma og var því 2 klst 30 mín.

Annars held ég að aðrar staðreyndir séu réttar um sundið.

Nafnlaus sagði...

Skil ég þig rétt? Ég á sem sagt besta tímann af öllum sem ekki hafa synt í neonfreon búningi. - Sama á hvaða aldri.

Þorgeir