Hefur ykkur dreymt um að synda til Kópavogs og kannski til baka aftur ?
Sá draumur getur orðið að veruleika mánudaginn 10. ágúst kl. 18:00 en þá ætlar ÍTR Siglunes í samvinnu við Lyfju að halda hópskemmtisund yfir til Kópavogs og fyrir þá allra hörðustu, til baka aftur. Sundleiðin er um 500m, 1000m báðar leiðir.
Fyllsta öryggis verður gætt þar sem 3 bátar frá Siglunesi munu fylgja sundmönnum eftir. Það skal ítrekað að keppendur bera ábyrgð á eigin þátttöku.
Fyrir sundið verða afhendar glænýjar sundhettur frá Lyfju og allir fá viðurkenningarskjal sundinu til staðfestingar.
Ef þátttaka verður góð þá er möguleiki á að slá Íslandsmet í hópsundi í sjó.
Sá draumur getur orðið að veruleika mánudaginn 10. ágúst kl. 18:00 en þá ætlar ÍTR Siglunes í samvinnu við Lyfju að halda hópskemmtisund yfir til Kópavogs og fyrir þá allra hörðustu, til baka aftur. Sundleiðin er um 500m, 1000m báðar leiðir.
Fyllsta öryggis verður gætt þar sem 3 bátar frá Siglunesi munu fylgja sundmönnum eftir. Það skal ítrekað að keppendur bera ábyrgð á eigin þátttöku.
Fyrir sundið verða afhendar glænýjar sundhettur frá Lyfju og allir fá viðurkenningarskjal sundinu til staðfestingar.
Ef þátttaka verður góð þá er möguleiki á að slá Íslandsmet í hópsundi í sjó.
Hægt er að skrá sig í niðri í móttöku Ylstrandarinnar í Nauthólsvík.
Nokkur góð ráð fyrir sundið:
· Gott er að borða vel og drekka sterkan íþróttadrykk (sérblandaður) 2 til 3 tímum fyrir sund. Kemur í veg fyrir kólnun.
· Þátttakendur eru hvattir til að synda alltaf minnst tveir saman (það verða nógu margir þátttakendur til að synda með). Ennfremur ættu sundmenn að tala reglulega saman á leiðinni
Nokkur góð ráð fyrir sundið:
· Gott er að borða vel og drekka sterkan íþróttadrykk (sérblandaður) 2 til 3 tímum fyrir sund. Kemur í veg fyrir kólnun.
· Þátttakendur eru hvattir til að synda alltaf minnst tveir saman (það verða nógu margir þátttakendur til að synda með). Ennfremur ættu sundmenn að tala reglulega saman á leiðinni
Að gefnu tilefni þá er verið skipuleggja hópsund frá Skarfakletti til Viðeyjar og grill á eftir þann 19. ágúst. Það verður auglýst síðar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli