föstudagur, 21. ágúst 2009

Fjölmennasta hópsjósund Íslandsögunar !

Í dag 21.08.2009 kl 17:20 lögðu 164 sjósundgarpar (af 180 skráðum) á stað frá Skarfakletti og syntu 910m leið út í Viðey en 47 sneru við og syntu til baka í 11° heitum sjónum. Þetta var fjölmennasta hópsjósund Íslandsögunar !

Fyrra metið var sett í Lyfjuhópsundi þann 10.08.2009. Einnig var fjöldametið þrefaldað í Skarfakletts-Viðeyjarsundi en þann 28. ágúst 2007 syntu 55 manns þetta sama sund. Ermarsundgarpar í samvinnu við ÍTR , Sjósundnefnd SSI og aðrar velunnar héldu utan um hópsjósundi og tókst skipulagning mjög vel og er hópsjósund sem þessi kominn til að vera.

Um morguninn var stíf norðan átt,8-10 m/s og ekki leit vel út fyrir hópsjósund. Veðrið batnaði eftir því sem leið á daginn og þegar lagt var á stað var 2 -3 m/s, heiðskýrt og um 12° hiti. Það var stórstreymt og þegar hópurinn var kominn út fyrir varnargarð synti hann inn í aðfallstraum sem bar hópinn til austurs. Fylgdarbátar brugðist við því og fylgdu fólkinu örugglega að Viðeyjarbryggju.

Heimir Örn, aðalskipuleggjari sundsins, fór yfir öryggismálin og fleira í byrjun sundsins og stjórnaði því síðan með dyggri aðstoð frá ITR og öðrum Ermarsundgörpum. ITR Siglingaklúbburinn Siglunes var með fjóra fylgdarbáta til að tryggja öryggi sundsins en 5 manns þáðu aðstoð þeirra og á leiðinni og létu draga sig upp úr. Einnig komu 5 tindar menn með einn auka bát og hjálpuðu til. Bæði óvanir og vanir sjósundgarpar syntu en Ermarsundgarpar ásamt öðrum vonum görpum syntu með og höfðu auga með hópnum.

Yngstu sjósundgarparnir voru 15 ára en sá elsti var 73 ára, Haukur Bergsteinsson. Þrátt fyrir aðfallsstraum kláraði hann sundið með miklum sóma og stóð sigurreifur á viðeyjarbryggjunni. Líklega er hann lang elsti sjósundmaðurinn til að synda út í Viðey.

Tilefnið sundsins var að fagna gríðarlegri aukningu ástundun sjósunds, sjósundafrekum sumarsins, 5 Eyjasund, Hríseyjar,Viðeyjar og Drangeyjarsundum og síðan ekki síst að kveðja Ermarsundgarpana sem senn leggja á stað í Ermarsundið.

Ermarsundgarparnir eru hópur reyndra sjósundmanna og kvenna, 6 manna boðsundsveit sem ætlar sér að synda Ermarsund, báðar leiðir eða um 90 km sund. Sjá meira á Ermarsund.com

Eftir sundið þáðu garparnir Kakó og með því. Því næst var farið í heitu pottana í Nauthólsvíkinni. Þar var hópsjósundi gert upp á meðan garparnir fengu sér grillaðar pulsur og þáðu viðurkenningarskjöl. Þeir sem komust ekki niðri Nauthólsvík geta nálgast viðurkenningarskjölin í afgreiðslu Ylstrandarinnar.

Hópsjósundið gekk áfallalaust fyrir sig og því má þakka góðri samvinnu við þá Árna,Óttar og Ísleif hjá ITR Siglunesi. Skipuleggendur vilja þakka sjósundgörpunum fyrir framúrskarandi þáttökuna,starfsmönnum Heklu fyrir aðstoðu í sendbílnum,Securitas,Lyfju og síðast ekki síst ÍTR Siglunesi og 5 tinda mönnum fyrir frábæra bátafylgd.

Von er á myndum og takið vel eftir mogganum á morgum (Laugardagur 22.08.2009).

Engin ummæli: