sunnudagur, 16. ágúst 2009

Meira af 5 Eyja sundinu

Birna Ólafsdóttir, Benedikt Hjartarson, Árni Þór Árnason, Helena Bæringsdóttir og Birgir Skúlason kláruðu sundið

Tólf manns hófu svokallað fimm-eyja-sund á Kollafirði í dag (laugardaginn 15.8.2009) og fimm luku sundinu um tíuleitið sama kvöld. Syntir voru sirka 11 km. Að sögn Benedikt Hjartarsonar Ermarsundskappa var sundið sjálft létt og þægilegt en það var erfitt að þurfa að fara í land í öllum eyjunum. Þar kólnaði fólkið niður. Dálítil afföll urðu á mannskapnum á leiðinni og vorum við fimm sem kláruðum,Birna Ólafsdóttir, Benedikt Hjartarson, Árni Þór Árnason, Helena Bæringsdóttir og Birgir Skúlason. Þetta var skemmtisund og hjálpartæki leifð. Birna og Benedikt kusu að synda þetta á sundfötunum einum með litla feiti á slitfjötum.

Synt var frá Gunnunesi yfir í Þerney og þaðan áfram í Lundey þar sem stoppað var smá stund. Því næst var synt í Viðey og þar snædd súpa og brauð og sundmennirnir hitaðir upp, að því búnu var synt tfir í Engey næst og var þar kappsund við að ljúka þeim legg áður en Saga Rose skemmtiferðaskip sem legið hafði í Sundahöfn færi þar um og að því búnu var synt yfir í fimmtu eyjuna, Akurey, en þá var aðeins farið að bregða birtu og er sundinu lauk í Örfyrisey þá var sólin að setjast.

Auk kólnun við landtöku er mishiti sjávar eitt af vandamálum við þetta sund en hann getur verið ansi kaldur þar sem strauma frá Faxaflóanum gætir en hitastig hefur sennilega getað farið niður í 6 til 8 gráður á celcius en mesti hiti sem mældist var klappir þar sem sólin naut sín til að hita upp eins og til dæmis við Akurey þar sem hitin fór í 16 gráður.

Hópsund þetta var í tengslum við hóp sem kennir sig við fimm tinda, en en þeir hafa klifið hæsta fjall í hverjum landshluta á einni og sömu helginni og nú skildi það vera fimm eyjar. Einnig voru reyndir sjósungarpar með þeim sem kláruðu flestir. Takmarkinu var náð og sundmennirnir ánægðir með árangurinn.

Engin ummæli: