föstudagur, 21. ágúst 2009

Skarfaklettsviðeyjarsund í dag kl 17:00 !

Þrátt fyrir stífa og kalda norðanátt í morgun eru góðar líkur á vel heppnuðu hópsjósundi í dag. Samkvæmt veðurspá á að lægja í dag og það verður komið skaplegasta veður kl 17:00.

Vegna strauma og þeirri staðreynd að hitastig sjávar hefur lækkað talsvert seinustu daga þá er líklegt að við förum bara aðra leiðina í dag.

Mikilvægt að hafa eftirfarandi upplýsingar í huga:

  • Skráningargjald er 500 kr og borgast á staðnum með reiðufé. Vinsamlegast mætið snemma svo skráning gangi vel.
  • Þar sem enginn heitur pottur er við Skarfaklett þá mælumst við með því að fólk þurki sér og fari sem fyrst í hlý og þurr föt og þiggji síðan heitt kakó og með því á eftir. Einnig er mjög gott hafa inniskó. Þáttakendur bera ábyrgð á sínu sundi og útbúnaði.
  • Gott er að borða og drekka vel (t.d. kolvetnisorkudrykki) 2 til 3 tímum fyrir sund. Kemur í veg fyrir kólnun.
  • Þátttakendur eru hvattir til að synda alltaf minnst tveir saman (það verða nógu margir þátttakendur til að synda með). Ennfremur ættu sundmenn að tala reglulega saman á leiðinni.
  • Sjórinn verður um 11°. Í Nauthólsvíkinni hefur hann verið um 13°-15° Báðar leiðir í Viðeyjarsundi er 1820m. Miðað við margföldunaráhrif hitastigs þá jafnast það á við 5 ferðir frá Nauthólsvík og yfir Í Kópavog sem er sirka 2500m.
  • Það verða 6 bátar sem fylgja sundmönnunum.
  • Líklegt er að það verði farinn bara önnur leiðinn, þ.a.s út í Viðey. Bátar munu síðan ferja fólk til baka eins fljótt og hægt er.

Sjáumst og höfum gaman saman

2 ummæli:

Hlynur þór Jónasson sagði...

Ég og konan fórum með ykkur í dag og var það okkar fyrsta sjósund fyrir utan eitthvað að lappa útí og taka nokkur sundtök í nauthólsvíkinni og þetta var snild, takk fyrir okkur.

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir skipulagningu þessa hópsjósunds. Þetta var flottur viðburður og skipulag til fyrirmyndar. Gott að fá kakó og brauð þegar við komum í land og svo grillaðar pylsur í Nauthólsvík. Glæsilegur hápunktur á miklu sjósundsumri.