Þrátt fyrir stífa og kalda norðanátt í morgun eru góðar líkur á vel heppnuðu hópsjósundi í dag. Samkvæmt veðurspá á að lægja í dag og það verður komið skaplegasta veður kl 17:00.
Vegna strauma og þeirri staðreynd að hitastig sjávar hefur lækkað talsvert seinustu daga þá er líklegt að við förum bara aðra leiðina í dag.
Mikilvægt að hafa eftirfarandi upplýsingar í huga:
- Skráningargjald er 500 kr og borgast á staðnum með reiðufé. Vinsamlegast mætið snemma svo skráning gangi vel.
- Þar sem enginn heitur pottur er við Skarfaklett þá mælumst við með því að fólk þurki sér og fari sem fyrst í hlý og þurr föt og þiggji síðan heitt kakó og með því á eftir. Einnig er mjög gott hafa inniskó. Þáttakendur bera ábyrgð á sínu sundi og útbúnaði.
- Gott er að borða og drekka vel (t.d. kolvetnisorkudrykki) 2 til 3 tímum fyrir sund. Kemur í veg fyrir kólnun.
- Þátttakendur eru hvattir til að synda alltaf minnst tveir saman (það verða nógu margir þátttakendur til að synda með). Ennfremur ættu sundmenn að tala reglulega saman á leiðinni.
- Sjórinn verður um 11°. Í Nauthólsvíkinni hefur hann verið um 13°-15° Báðar leiðir í Viðeyjarsundi er 1820m. Miðað við margföldunaráhrif hitastigs þá jafnast það á við 5 ferðir frá Nauthólsvík og yfir Í Kópavog sem er sirka 2500m.
- Það verða 6 bátar sem fylgja sundmönnunum.
- Líklegt er að það verði farinn bara önnur leiðinn, þ.a.s út í Viðey. Bátar munu síðan ferja fólk til baka eins fljótt og hægt er.
Sjáumst og höfum gaman saman
2 ummæli:
Ég og konan fórum með ykkur í dag og var það okkar fyrsta sjósund fyrir utan eitthvað að lappa útí og taka nokkur sundtök í nauthólsvíkinni og þetta var snild, takk fyrir okkur.
Takk fyrir skipulagningu þessa hópsjósunds. Þetta var flottur viðburður og skipulag til fyrirmyndar. Gott að fá kakó og brauð þegar við komum í land og svo grillaðar pylsur í Nauthólsvík. Glæsilegur hápunktur á miklu sjósundsumri.
Skrifa ummæli